Árni Sigurðsson (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Árni Sigurðsson frá Steinsstöðum fæddist 24. nóvember 1871 og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Sigurður Árnason bóndi á Steinsstöðum, f. 1844, hrapaði úr Stórhöfða 4. ágúst 1880, og kona hans Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.

Árni var í fóstri hjá Finni og Þuríði á Steinsstöðum 1880, 8 ára, vinnumaður hjá ekkjunni Þuríði 1890.
Við giftingu 1900 voru þau Guðrún bæði í Nýjabæ.
1901 var Árni kvæntur húsbóndi í Dal með konu sinni Guðrúnu og barninu Margréti á fyrsta ári og hjá þeim var stúlkan Katrín Guðjónsdóttir 14 ára.
Árni fór til Vesturheims 1904 með Guðrúnu, Margréti 3 ára, en Katrín Guðjónsdóttir vinnukona hafði farið Vestur 1902.

Kona Árna, (2. nóvember 1900), var Guðrún Bergsteinsdóttir húsfreyja frá Tjörnum u. Eyjafjöllum, f. 1874.
Barn þeirra hér:
1. Margrét Árnadóttir, f. 30. maí 1901.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.