Árný Sigurðardóttir (Suðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Árný Sigurðardóttir vinnukona í Suðurgarði fæddist 23. desember 1904 í Ási við Kirkjuveg 49 og lést 15. október 1977.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi, verkamaður, f. 16. maí 1867, d. 30. desember 1939, og barnsmóðir hans Gyðríður Stefánsdóttir, f. 20. júní 1863, d. 25. ágúst 1951.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Gyðríður Stefánsdóttir (Gyða í Mandal), fyrrum húsfreyja í Sauðhúsnesi í Álftaveri, V.-Skaft., f. 20. júní 1863, d. 25. ágúst 1951 í Eyjum.
Barn þeirra:
1. Árný Sigurðardóttir vinnukona í Suðurgarði, f. 23. desember 1904, d. 15. október 1977.

II. Barnsmóðir Sigurðar var Þórdís Ólafsdóttir vinnukona, lengst í Skuld, f. 21. mars 1865, d. 21. október 1957.
Börn þeirra:
1. Ásmundur Sigurðsson, f. 12. mars 1905 í Juliushaab, d. 11. júlí 1905.
2. Sæunn Sigurðardóttir, f. (1915), dó ung.

III. Sambýliskona (,,ráðskona“) Sigurðar var Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. apríl 1889, d. 19. mars 1949.
Börn þeirra:
1. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
2. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
3. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
4. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
5. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
6. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993. Börn Gyðríðar og Árna Runólfssonar:
1. Sigríður Árnadóttir í Merkisteini, f. 10. apríl 1886, d. 19. september 1972, kona Sigurðar Björnssonar bátasmiðs. Þau voru foreldrar Jóns Ísaks Sigurðssonar lóðs. Síðari maður hennar (1948) var Þorbjörn Arnbjörnsson, og var hún seinni kona hans.
2. Guðrún Árnadóttir, f. 9. febrúar 1888, d. 3. apríl s.ár.
3. Jón Árnason, f. 28. október 1889, d. 15. ágúst 1965, bóndi í Holti í Álftaveri 1919-1961.
4. Ingibjörg Árnadóttir, f. 8. október 1891, d. 23. september 1908, tökubarn í Svínadal 1893-dd.
5. Stefán Árnason yfirlögregluþjónn og leiklistarmaður, f. 31. desember 1892, d. 29. júlí 1977.
6. Guðmundur Árnason, f. 3. mars 1895, d. 31. desember 1915.
7. Guðlaugur Árnason, f. 30. apríl 1896, d. 3. ágúst s. ár.

Árný var tökubarn í Svaðkoti 1910, var hjú þar 1920, var vinnukona hjá Margréti og Árna Johnsen á Hilmisgötu 5 1930 og var síðan með þeim og síðar Svölu dóttur þeirra í Suðurgarði, vinnukona.
Hún eignaðist barn með Magnúsi Lúðvíkssyni sjómanni frá Fáskrúðsfirði, 1934.

I. Barnsfaðir Árnýjar var Magnús Lúðvíksson frá Fáskrúðsfirði, sjómaður, f. 5. júlí 1904, d. 12. maí 1970.
Barn þeirra:
1. Jóngeir Ingvi Magnússon verkamaður, f. 1. september 1934 í Suðurgarði, d. 30. janúar 1953 af slysförum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.