Árný Elsa Tómasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Árný Elsa Tómasdóttir Guðmundsdóttir.

Árný Elsa Tómasdóttir Guðmundsdóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja í Hábæ í Þykkvabæ fæddist 14. október 1940 á Skjaldbreið.
Foreldrar hennar voru Ágústa Guðrún Árnadóttir, síðar húsfreyja í Hábæ, f. 15. júní 1904 í Langa-Hvammi, d. 2. maí 1991, og barnsfaðir hennar Guðmundur Franklín Gíslason skipstjóri í Reykjavík, f. 5. mars 1899, d. 23. mars 1956.

Fóstursystir Árnýjar Elsu er
1. Margrét Hólmfríður Júlíusdóttir húsfreyja, f. 24. september 1947.

Ágústa Guðrún móðir Elsu réðst til Óskars Sigurðssonar bónda og ekkils í Hábæ 1942 og hafði Elsu með sér og þar ólst hún upp.
Þau Valdimar Ingiberg giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hábæ 1967-1971, fluttust til Reykjavíkur 1971 og skildu.
Árný Elsa vann á Landspítalanum.

Maður Árnýjar Elsu, (13. apríl 1963, skildu), er Valdimar Ingiberg Jónsson, bóndi, ökukennari, bifvélavirki, f. 7. febrúar 1942.
Börn þeirra:
1. Ágústa Valdimarsdóttir húsfreyja, tollfulltrúi í Kópavogi, f. 7. febrúar 1963. Sambýlismaður hennar var Ágúst Bogason. Maður hennar Gunnar Steinþórsson.
2. Guðbjörg Kristín Valdimarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari í Reykjavík, f. 7. ágúst 1964. Smbýlismaður er Kristján Þór Franklínsson.
3. Jón Óskar Valdimarsson tækjamaður í Reykjavík, f. 26. júní 1966. Sambýliskona var Helga Jónína Unnsteinsdóttir. Sambýliskona hans er Vala Eiðsdóttir.
4. Thelma Dögg Valdimarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, f. 22. október 1978. Maður hennar er Haukur Ægir Ragnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.