Ágústa Jónsdóttir (Geirlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Alfífa Ágústa Jónsdóttir.

Alfífa Ágústa Jónsdóttir á Geirlandi, húsfreyja fæddist 9. ágúst 1907 í Ánanaustum í Reykjavík og lést 27. október 1997.
Foreldrar hennar voru Jón Tómasson verkamaður, f. 13. ágúst 1881 á Berustöðum í Ásahreppi, Rang., d. 13. maí 1961, og kona hans Guðrún Sigríður Hákonardóttir frá Háteig á Akranesi, húsfreyja, f. 7. september 1883, d. 30. desember 1969.

Systir Ágústu var Fanney Jónsdóttir húsfreyju á Sólvangi, f. 29. janúar 1913, d. 31. júlí 1940, fyrri kona Ágústs Bjarnasonar frá Svalbarði.

Ágústa var með foreldrum sínum á Vesturgötu 17 í Reykjavík 1920.
Hún var komin til Eyja 1930 og vann þá í eldhúsi Sjúkrahússins.
Ágústa giftist Ingiberg 1932 og bjó með honum á Geirlandi 1934, bjó þar með honum og þrem dætrum 1940, með þeim í Vegg, (Miðstræti 9c) 1945 og 1949, bjó á Brimhólabraut 19 1959, en síðast á Illugagötu 12.
Hún lést 1997.

Maður Ágústu, ( 28. maí 1932), var Ingibergur Guðmundur Friðrikson frá Batavíu, sjómaður, verkstjóri við Vestmannaeyjahöfn og afgreiðslumaður, síðast hafnsögumaður, f. 27. janúar 1909 í vitavarðarhúsinu á Stórhöfða, d. 2. janúar 1964 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ása Ingibergsdóttir, f. 13. ágúst 1934 á Geirlandi.
2. Sigríður Dóra Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1936 á Geirlandi, d. 15. júlí 1987.
3. Hanna Guðrún Ingibergsdóttir, f. 24. apríl 1938 á Geirlandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.