Ágúst Sigfússon (Landagötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. maí 2015 kl. 16:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. maí 2015 kl. 16:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ágúst Sigfússon.
Ágúst Sigfússon.

Kristinn Ágúst Sigfússon bóndi, útgerðarmaður, verslunarmaður, gæslumaður á leikvelli, fæddist 13. september 1896 og lést 11. desember 1983.
Faðir hans var Sigfús bóndi í Stóru-Breiðavík við Reyðarfjörð, f. 8. júlí 1852, d. 10. júní 1938, Auðunsson bónda og sjósóknar á Sellátrum og síðan í Stóru-Breiðavík í Reyðarfirð, f. 1821, d. 2. febrúar 1894, Ragnheiðarsonar (líka Hansson) frá Skuggahlíð í Norðfirði, síðar húskonu á Kirkjubóli í Reyðarfirði, f. 1. ágúst 1797, d. 18. ágúst 1846, Björnsdóttur bónda í Skuggahlíð Einarssonar prests á Skinnastað Jónssonar, og síðari konu Björns Einarssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1763, Jónsdóttur.
Faðir Auðuns Ragnheiðarsonar og barnsfaðir Ragnheiðar vat talinn Gísli bóndi í Efri-Skálateigi í Norðfirði, f. 1782, Vilhjálmsson.
Móðir Sigfúsar og kona Auðuns var Kristín húsfreyja frá Vöðlum í Vöðlavík við Reyðarfjörð, f. 1817, d. 8. maí 1905, Jónsdóttir bónda á Vöðlum, f. 1777, d. 16. apríl 1847, Andréssonar, og konu Jóns á Vöðlum, Kristínar húsfreyju, f. 25. júlí 1798, d. 14. apríl 1877, Jónsdóttur.

Móðir Ágústs og kona Sigfúsar Auðunssonar var Björg húsfreyja og ljósmóðir í Vöðlavíkurumdæmi, f. 8. nóvember 1856, d. 31. mars 1938, Eyjólfsdóttir bónda á Vöðlum, f. 14. september 1820 í Eiðasókn, d. 13. febrúar 1889, Jónssonar bónda á Vöðlum, f. 1777, d. 16. apríl 1847, Andréssonar, og konu Jóns Andréssonar, Kristínar húsfreyju, f. 25. júlí 1798, d. 14. apríl 1877, Jónsdóttur.
Móðir Bjargar ljósmóður og kona Eyjólfs á Vöðlum var Mekkín húsfreyja, f. 26. maí 1826, d. 9. desember 1889, Eyjólfsdóttir bónda á Ýmastöðum í Vöðlavík, f. 14. september 1820, d. 13. febrúar 1889, Péturssonar, og konu Eyjólfs á Ýmastöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1800, Árbjartsdóttur, „Galdra-Árbjarts“ Tómassonar, „Galdra-Tóma“.
Kona Árbjarts og móðir Margrétar var Guðrún Þorgeirsdóttir, f. 1763 á Miðfjarðarnesi í N-Múl., en hún var m.a. systir Bjarna Þorgeirssonar og Þórdísar Þorgeirsdóttur, sem drepin var á Fjarðarheiði og gekk aftur og kölluð „Bjarna-Dísa“, kennd við bróður sinn. (Sigfús Sigfússon. Íslenzkar þjóðsögur og sagnir (Reykjavík, 1982), II, 164-181 og Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (Reykjavík, 1954-61), III, 421. Einnig fjallar saga Kristínar Steinsdóttur „Bjarna-Dísa“ um konuna).

Systir Margrétar Árbjartsdóttur var Katrín langamma Ingigerðar Jóhannsdóttur.

Ágúst fluttist til Eyja upp úr 1920. Hann fluttist frá Eyjum 1928 og gerðist bóndi og útgerðarmaður í Stóru-Breiðavík og Vöðlavík. Gerði hann út bátinn Gylfa SU 505. Ágúst veiktist af berklum 1939 og var um skeið á hælinu í Kópavogi, en í byrjun stríðs voru sjúklingar þar fluttir að Kristnesi í Eyjafirði. Ágústi heilsaðist vel, en var ekki til erfiðisvinnu lengur.
Fjölskyldan fluttist að nýju til Eyja 1940. Þar fékk Ágúst starf sem afgreiðslumaður hjá ÁTVR. Hann vann að uppbyggingu leikvallarins á Péturstúni við Brautarholt og Haga fyrir Bæinn og var þar gæslumaður til Goss. Þóttu börnunum sérlega vænt um hann.
Eftir gosið var Ágúst um skeið í Reykjavík, en fluttist þá til Bjargar dóttur sinnar og Sigurgeirs á Boðaslóð.

Kona Ágústs var Elín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1898 á Álftarhóli í A-Landeyjum, d. 30. október 1969.
Elín var systir Oddnýjar Halldórsdóttur húsfreyju, konu Jóns Bjarnasonar í Sigtúni, og Nikólínu Halldórsdóttur húsfreyju á Vilborgarstðum, konu Jóhanns Schevings.

Í Eyjum bjuggu þau Elín í fyrstu í Birtingarholti. Þar fæddist Björg. Þá leigðu þau í Víðidal. Þar fæddist Halldór.
Þau byggðu að Landagötu, ásamt Halldóri syni sínum 1948 og bjuggu þar. Ágúst seldi húsið skömmu fyrir gosið 1973.
Börn Ágústs og Elínar:
1. Björg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1923, d. 30. september 2005, kona Sigurgeirs Kristjánssonar yfirlögregluþjóns, síðar forstjóra.
2. Halldór Ágústsson vélstjóri, f. 26. október 1926 í Víðidal, d. 9. janúar 1957, tók út af vb. Maí. Hann var kvæntur Guðbjörgu Sigurjónsdóttur frá Víðidal, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
3. Jóhann Ágústsson kaupsýslumaður, f. 18. september 1932 í Stóru-Breiðavík við Reyðarfjörð, kvæntur Þóru Stefánsdóttur húsfreyju, f. 23. maí 1936.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir

<Gallery> Mynd:KG-mannamyndir 2296.jpg Mynd:Peto batur gusti born.jpg Mynd:Peto kofinn gusti born.jpg Mynd:Landagata 16.jpg