Óskar Jörundur Engilbertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2016 kl. 12:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2016 kl. 12:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Óskar Jörundur Engilbertsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Jörundur Engilbertsson frá Litlabæ, bifvélavirki fæddist 24. desember 1940 í Litlabæ.
Foreldrar hans voru Engilbert Ágúst Guðmundsson bátasmiður, verslunarmaður, f. 4. ágúst 1899 á Dysjum á Álftanesi, d. 2. desember 1945 á Vífilsstöðum, og kona hans Kristín Ástgeirsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1900 í Litlabæ, d. 19. janúar 1991.

Börn Kristínar og Engilberts Ágústs voru:
1. Kristín Jóhanna Engilbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. nóvember 1923 í Litlabæ, d. 25. desember 1980.
2. Guðjóna Ásta Engilbertsdóttir, f. 19. desember 1926 í Litlabæ, d. 28. apríl 2012.
3. Ágústa Margrét Engilbertsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 24. september 1929 í Litlabæ, d. 30. janúar 2006.
4. Dagný Engilbertsdóttir, f. 16. september 1932 í Litlabæ, d. 21. nóvember 1932.
5. Eyþór Engilbertsson, f. 24. september 1938 í Litlabæ, d. 2. mars 1939.
6. Óskar Jörundur Engilbertsson, f. 24. desember 1940 í Litlabæ, d. 1. nóvember 2000.

Óskar var með foreldrum sínum í Litlabæ í bernsku. Faðir hans var sjúklingur og fjölskyldan fluttist Suður 1945 þar sem faðir hans léts á Vífilsstöðum í desember. Óskar lærði bifvélavirkjun og vann við hana, en var um skeið í Bandaríkjunum.
Hann kvæntist Ólafíu 1962. Þau eignuðust eitt barn.

Kona Óskars Jörundar, (31. mars 1962), er Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja. f. 21. janúar 1942. Foreldrar hennar voru Magnús Dagbjartsson bóndi í Fagurhlíð í Landbroti og sambýliskona hans Jónína Kristín Sigurðardóttir húsfreyja.
Barn þeirra:
1. Kristín Óskarsdóttir, f. 27. janúar 1963 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.