„Ólafur Arinbjarnarson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:
3. [[Kristinn Ólafsson]] fyrsti bæjarstjóri í Eyjum, bæjarfógeti í Neskaupstað, sýslumannsfulltrúi í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959. Kona hans var [[Jóna Jóhanna Jónsdóttir (Brautarholti)|Jóna Jóhanna Jónsdóttir]] frá [[Brautarholt]]I, f. 19. desember 1907, d. 4. október 2005.<br>
3. [[Kristinn Ólafsson]] fyrsti bæjarstjóri í Eyjum, bæjarfógeti í Neskaupstað, sýslumannsfulltrúi í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959. Kona hans var [[Jóna Jóhanna Jónsdóttir (Brautarholti)|Jóna Jóhanna Jónsdóttir]] frá [[Brautarholt]]I, f. 19. desember 1907, d. 4. október 2005.<br>
4. [[Ólafur Ólafsson (Garðinum)|Ólafur Ólafsson]] kaupmaður (mt. 1920), f. 8. apríl 1899, d. 20. maí 1936. Var berklaveikur og lést á Vífilsstöðum, ókvæntur og barnlaus.<br>
4. [[Ólafur Ólafsson (Garðinum)|Ólafur Ólafsson]] kaupmaður (mt. 1920), f. 8. apríl 1899, d. 20. maí 1936. Var berklaveikur og lést á Vífilsstöðum, ókvæntur og barnlaus.<br>
5. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]] bæjarstjóri í Eyjum, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði, f. 19. nóvember 1902, d. 1. september 1979. Kona hans var [[Ragna Haraldsdóttir (Miðhúsum)|Ragna Haraldsdóttir]] húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 11. maí 1966.<br>
5. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]] bæjarstjóri í Eyjum, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði, f. 19. nóvember 1902, d. 1. september 1979. Kona hans var [[Ragna Haraldsdóttir (Reyni)|Ragna Haraldsdóttir]] húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 11. maí 1966.<br>
6. [[Kristín Ólafsdóttir]], dó á barnsaldri.<br>
6. [[Kristín Ólafsdóttir]], dó á barnsaldri.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 8. nóvember 2019 kl. 20:39

Ólafur Arinbjarnarson verslunarstjóri fæddist 17. ágúst 1870 og lést 5. ágúst 1913.
Faðir hans var Arinbjörn bóndi að Tjarnarkoti í Njarðvíkum, f. 3. nóvember 1834, d. 9. desember 1895, Ólafsson faktors í Innri-Njarðvík 1835, f. 1787, d. 15. janúar 1839, Ásbjarnarsonar bónda í Innri-Njarðvík 1801, f. 14. mars 1747, d. 20. janúar 1819, Sveinbjarnarsonar, og konu Ásbjarnar, Elínar húsfreyju, f. 14. desember 1758, d. 13. ágúst 1825, Oddsdóttur.
Móðir Arinbjarnar og kona Ólafs faktors var Helga húsfreyja, f. 1797, d. 5. júní 1862, Árnadóttur „eldri“ bónda á Reykhólum í A-Barð., f. 1774, d. 4. mars 1842, Arasonar, og konu Árna „eldri“, Guðlaugar húsfreyju, f. 1774, d. 29. júlí 1851, Magnúsdóttur.
Móðir Ólafs verslunarstjóra og kona Arinbjarnar var Kristín húsfreyja í Tjarnarkoti, f. 30. september 1834, d. 9. nóvember 1899, Björnsdóttir Beck bónda á Sjávarhólum á Kjalarnesi 1845, f. 23. febrúar 1798, d. 1850, Tómassonar, og konu Björns Beck, Margrétar húsfreyju á Sjávarhólum 1845, f. 5. september 1806, Loftsdóttur.

Ólafur var á fyrsta ári með foreldrum sínum í Tjarnarkoti í Njarðvíkum 1870. Við manntal 1890 var hann 20 ára ókvæntur verslunarmaður, leigjandi, hjá Kristínu Grímsdóttur í Reykjavík, en hún varð tengdamóðir hans.
Við manntal 1901 var Ólafur kvæntur húsbóndi í Ólafshúsi í Mýrdal með Sigríði konu sinni og börnunum Svanhvíti 7 ára, Arinbirni Axel 6 ára, Kristni 3 ára og Ólafi 2 ára.
Við manntal 1910 var hann húsbóndi í Sjávarborg í Borgarnesi og Jóhann Gunnar 9 ára hafði bæst í barnahópinn.
Ólafur var Gagnfræðingur frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1886. Hann var barnakennari á Suðurnesjum um hríð, var síðan í Reykjavík, nam þar verslunarfræði, var verslunarmaður í Reykjavík hjá Eyþóri Felixsyni. Hann kvæntist Sigríði dóttur hans 1893.
Þá starfaði hann við bókhald hjá verslun J.P.T. Bryde í Vík í Mýrdal, síðan var hann verslunarstjóri sömu verslunar í Borgarnesi 1906-1911 og í Eyjum 1911-1913 og bjó í Garðinum.
Í Eyjum fékkst hann við útgerð, átti hlut í þrem bátum.
Hann var ritari stjórnar Bátaábyrgðarfélagsins 1913.
Hann lést 1913.

Kona Ólafs Arinbjarnarsonar verslunarstjóra (1893), var Sigríður Eyþórsdóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1872, d. 15. febrúar 1942.

Börn Ólafs og Sigríðar hér:
1. Svanhvít Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1893, d. 13. ágúst 1916 af barnsförum. Maður hennar var Jóhann Þ. Jósefsson. Hún var fyrri kona hans.
2. Arinbjörn Axel Ólafsson sýsluskrifari í Eyjum, síðar gjaldkeri bæjarfógeta í Hafnarfirði, f. 24. október 1895, d. 13. apríl 1960.
Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragna Þorvarðardóttir, f. 18. janúar 1899, d. 16. mars 1991. Síðari kona var Guðný Halldórsdóttir, f. 1. febrúar 1911, d. 24. mars 1982.
3. Kristinn Ólafsson fyrsti bæjarstjóri í Eyjum, bæjarfógeti í Neskaupstað, sýslumannsfulltrúi í Hafnarfirði, f. 21. nóvember 1897, d. 18. október 1959. Kona hans var Jóna Jóhanna Jónsdóttir frá BrautarholtI, f. 19. desember 1907, d. 4. október 2005.
4. Ólafur Ólafsson kaupmaður (mt. 1920), f. 8. apríl 1899, d. 20. maí 1936. Var berklaveikur og lést á Vífilsstöðum, ókvæntur og barnlaus.
5. Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri í Eyjum, sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði, f. 19. nóvember 1902, d. 1. september 1979. Kona hans var Ragna Haraldsdóttir húsfreyja, f. 24. september 1905, d. 11. maí 1966.
6. Kristín Ólafsdóttir, dó á barnsaldri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.