Ása Haraldsdóttir (Sandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2019 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2019 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ása Haraldsdóttir frá Sandi, húsfreyja fæddist 12. júlí 1928 og lést 4. nóvember 2014.
Foreldrar hennar voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja á Sandi f. 18. nóvember 1891, d. 9. október 1964.

Börn Haraldar og Kristjönu:
Börn þeirra:
1. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.

2.. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
3. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Börn Kristjönu og Sigurjóns Pálssonar:
5. Björgvin Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, vélsmiður í Hafnarfirði, f. 21. október 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1992.
6. Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1913 í Skuld, fluttist til Reykjavíkur 1930, d. 19. desember 1934.
7. Einar Valgeir Sigurjónsson múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, fóstraður hjá Valgerði og Einari móðurforeldrum sínum í A-Landeyjum, d. 31. maí 1999.

Barn Haraldar og Ástríðar Hróbjartsdóttur:
8. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 14. júlí 1991. Maður hennar Sigurbjörn Þorkelsson.

Börn Haraldar og Kristínar Ingvarsdóttur:
9. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
10. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
11. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
12. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
13. Sigurður Ó. Haraldsson sjómaður, bókbindari, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
14. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.

Ása var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var afgreiðslukona í versluninni Drífanda um skeið.
Þau Þráinn giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ártúni, Vesturvegi 20 við fæðingu Haraldar 1949. Þau fluttu til Reykjavíkur, og til Akureyrar 1953, bjuggu þar í þrjú ár.
Þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan, m.a. á Hörpugötu 3 í Skerjafirði, Njörvasundi 9, Skipasundi 26 og Kleppsvegi 130. Að síðustu bjuggu þau á Lindargötu 57.
Ása lést 2014 og Þráinn 2015.

I. Maður Ásu, (17. júlí 1948 á Akureyri), var Þráinn Sigtryggsson frá Sellandi í Fnjóskadal, vélstjóri, rennismíðameistari, framkvæmdastjóri, f. 3. júní 1927, d. 2. desember 2015.
Börn þeirra:
1. Haraldur Þráinsson búfræðingur, vélsmiður, f. 10. október 1949. Fyrrum kona Valdís Olgeirsdóttir. Kona hans Guðný Gunnarsdóttir.
2. Kristjana Þráinsdóttir flugfreyja, f. 4. janúar 1953. Fyrri maður Sveinbjörn Bjarkason. Síðari maður Helgi Sigurjónsson, látinn.
3. Sigurbjörg Þráinsdóttir húsfreyja á Bitru í Flóa, gistiheimiliseigandi, f. 12. ágúst 1956. Maður hennar Ragnar Vignir Guðmundsson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.