Yngvi Markússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður G. Magnúsdóttir og Yngvi Markússon.

Yngvi Markússon frá Oddsparti í Djúpárhreppi, bóndi þar fæddist 23. apríl 1917 í Hákoti þar og lést 5. júní 1991.
Foreldrar hans voru Markús Sveinsson bóndi í Dísukoti í Djúpárhreppi, f. 2. apríl 1879, d. 26. júlí 1966, og kona hans Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1883, d. 17. október 1957.

Yngvi ólst upp hjá foreldrum sínum.
Þau Sigríður giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn, bjuggu í Dísukoti í Djúpárhreppi í eitt ár, í Bóluhjáleigu þar 1942-1947, í Hábæ í Vestmannaeyjum 1947-1949 þar sem Yngvi var bústjóri, og að síðustu í Oddsparti 1949-1991.
Yngvi sat í hreppsnefnd Djúpárhrepps 1971-1977, var formaður Félags kartöflubænda þar.
Yngvi lést 1991.
Sigríður bjó í Hraunbæ 103 í Reykjavík, en dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún lést 2013.

I. Kona Yngva, (31. desember 1943), var Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir frá Skansinum, húsfreyja, f. 4. maí 1921, d. 30. ágúst 2013.
Börn þeirra:
1. Eygló Yngvadóttir húsfreyja í Önnuparti í Ásahreppi, f. 30. mars 1941. Maður hennar Hörður Júlíusson.
2. Sveinn Yngvason bóndi í Oddsparti í Ásahreppi, f. 17. ágúst 1942. Fyrrum kona hans Judith Elisabeth Christiansen. Fyrrum kona hans Elísabet Halldórsdóttir.
3. Magnús Yngvason sölustjóri í Reykjavík, f. 27. janúar 1946. Kona hans Katrín Eiríksdóttir.
4. Katrín Yngvadóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 29. október 1951. Maður hennar Markús Þór Atlason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.