Vornótt í Eyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þjóðhátíðarlag
1975 1976 1977
Í Eyjunum lífsgleðin ljómar
er ljósbjört þar vornóttin skín,
og lífsvakans aflmiklu ómar
þeir ástfangnir berast til þín.
Fuglarnir kliða við kletta
og kafa í sædjúpin köld,
en hafaldan lognværa létta
sér leikur við þá í kvöld.
Ég horfi á himininn loga
hafið og spegilslétt sund,
við heiðríkan himinsins boga
á hrífandi góðviðrisstund.
Já Eyjan mín brosið þitt bjarta
og blíðan þín heillaði mig.
Ég gaf þér strax hug minn og hjarta
og hét því að elska þig.
Lag: Sigurður Óskarsson
Texti: Þorsteinn Lúther Jónsson