Vilborg Jónsdóttir (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vilborg Jónsdóttir.

Vilborg Jónsdóttir í Götu ráðskona, húsfreyja fæddist 24. apríl 1889 í Einholti á Mýrum í A-Skaft. og lést 19. mars 1949.
Foreldrar hennar voru Jón Brynjólfsson bóndi og sjómaður í Dalaborg og á Krossi í Mjóafirði eystra, f. 10. maí 1864 á Hólmi á Mýrum, fórst í fiskiróðri með bátnum Ölfu frá Mjóafirði 3. október 1919, og kona hans Stefanía Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. september 1864, d. 9. október 1939.

Systir Vilborgar var
1. Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 24. maí 1891, d. 16. júní 1981.

Vilborg var með foreldrum sínum í Mjóafirði í æsku, með þeim í Dalaborg (Dölum) þar 1901, með þeim á Krossi þar 1908. Hún var húskona á Seyðisfirði 1909, fluttist í Breiðdal, var vinnukona á Ánastöðum þar 1910.
Vilborg kom til Eyja frá Mjóafirði 1915. Þau Sigurður voru á Kirkjubæ við fæðingu Gísla 1916 og Helgu 1918, voru á Búastöðum við fæðingu Engilbertu Ólafíu 1920, en komin að Götu 1923 og þar bjuggu þau við andlát Sigurðar 1939.
Vilborg bjó í Götu 1940, en fluttist að Jómsborg. Hún lést 1949.

I. Barnsfaðir Vilborgar var Daníel Bjarnason sjómaður á Seyðisfirði, bátsformaður, f. 8. mars 1876, drukknaði 4. febrúar 1914 við Eyjar.
Barn þeirra:
1. Þórir Daníelsson útgerðarmaður á Seyðisfirði, f. 20. júlí 1909, d. 7. desember 1964. Kona hans Ragnheiður Jónsdóttir.

II. Sambýlismaður Vilborgar var Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi, verkamaður í Götu, f. 16. maí 1867, d. 30. desember 1939.
Börn þeirra:
2. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
3. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
4. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
5. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
6. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926 í Götu, d. 13. september 1981.
7. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.