Vignir Guðmundsson (veitingamaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar Vignir Guðmundsson veitingamaður, gistiheimilisrekandi í Bitru í Flóa fæddist 20. september 1956.
Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 9. júní 1925 á Kirkjubóli í Staðardal við Steingrímsfjörð, d. 28. febrúar 2018 í Reykjavík, og kona hans Margrét Jónfríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 21. apríl 1927 á Akri í A.-Hún., d. 30. júlí 2005.

Vignir vann ungur við raflínulagnir á Vestfjörðum.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1977, eignuðust tvö börn.
Vignir nam við Hótel- og veitingaskólann, lauk námi framreiðslumanns 1980.
Hann vann m.a. í Þórskaffi, á Broadway, og á Gauki á Stöng.
Síðan rak hann Kaffi Rósenberg og Sælkerann í Reykjavík og A. Hansen í Hafnarfirði.
Þau Sigurbjörg fluttu til Eyja 1993, leigðu þar víða, m.a. við Brimhólabraut, Heiðarveg, Ásaveg og í Hólshúsi.
Í Eyjum ráku þau Skútann, sem síðar varð Lundinn og Sigurbjörg vann við gestamóttöku á Hótel Þórshamri.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1998 og Vignir sá um veitingarekstur í Skíðaskálanum í Hveradölum í ellefu ár.
Frá 2012 hafa þau rekið gistiheimili að Bitru í Flóa.

Kona Ragnars Vignis, (3. desember 1977), er Sigurbjörg Þráinsdóttir húsfreyja, veitingakona, gistiheimilisrekandi, f. 12. ágúst 1956.
Börn þeirra:
1. Margrét Vignisdóttir húsfreyja, flugfreyja í Noregi, f. 30. október 1973. Sambúðarmaður hennar Magnús Viðar Árnason.
2. Kristjana Vignisdóttir húsfreyja, veitingakona í Noregi, f. 13. febrúar 1980. Fyrrum eiginmaður Gísli Pétur Hinriksson. Sambúðarmaður hennar Audun Holt.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.