Vigfús Jónsson (Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Vigfús Jónsson bóndi í Rútsstaðahjáleigu í Flóa, síðar vinnumaður og húsmaður á Kirkjubæ, fæddist 1798 í Galtarholti á Rangárvöllum og lést 9. nóvember 1878.
Foreldrar hans voru Jón Guðnason frá Gerðum í V-Landeyjum, bóndi í Galtarholti, f. 1763, d. 5. nóvember 1839, og kona hans Guðríður Jónsdóttir frá Möðruvöllum í Kjós, húsfreyja, f. 1767, d. 4. júní 1823.

Vigfús var í fóstri hjá Einari föðurbróður sínum og Önnu ráðskonu föðursystur sinni í Gerðum 1801, var 18 ára tökupiltur þar hjá Einari og Þórhildi Jónsdóttur húsfreyju 1816. Þar var Guðlaug Einarsdóttir barn hjónanna 14 ára.
Vigfús var bóndi í Rútsstaðahjáleigu með Hallberu Hafliðadóttur fyrri konu sinni og átti með henni 2 börn. Hann gerði Margréti vinnukonu barn, Bernharð, sem fæddist 1832.
Hallbera lést 1833.
Vigfús kvæntist Guðlaugu 1834 og bjó með henni í Rútsstaðahjáleigu 1835 og börnum sínum Bernharði 4 ára og og Guðríði 6 ára og Jóni, f. 1818.
Þau Guðlaug brugðu búi og fluttust að Kirkjubæ 1838, voru þar vinnufólk 1840, en húsfólk 1845.
Guðlaug sneri til lands og var vinnukona hjá bróður sínum í Gerðum 1850, gift vinnukona þar 1855.
Vigfús var vinnumaður á Kirkjubæ 1846, fór í Landeyjar 1848, kom og var sjálfs sín í Kastala 1849, vinnumaður þar 1849 og 1850. Þau Guðlaug voru vinnufólk í Gerðum í Landeyjum 1855. Hann var í dvöl þar 1860, tökukarl hjá Guðríði dóttur sinni húsfreyju í Suður-Fíflholtshjáleigu 1870.
Hann lést 1878.

Vigfús var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Hallbera Hafliðadóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1791 á Hólmi í A-Landeyjum, d. 17. október 1834. Foreldrar hennar voru Hafliði Erlendsson bóndi á Bryggjum í A-Landeyjum, f. 1763, d. 7. mars 1820 og barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir vinnukona í Hólmi þar.
Hallbera var hálfsystir, samfeðra, Árna Hafliðasonar sjómanns í Ömpuhjalli, skírður 5. ágúst 1795, d. 26. júlí 1846.
Börn þeirra Hallberu hér:
1. Jón Vigfússon bóndi í Vöðlakoti í Flóa, f. 7. september 1818, d. 2. júlí 1863.
2. Guðríður Vigfúsdóttir húsfreyja í Suður-Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, f. 27. apríl 1830 í Rútsstaðahjáleigu, d. 9. apríl 1920.

II. Barnsmóðir Vigfúsar var Margrét Pétursdóttir frá Heiðarbæ í Þingvallasveit, vinnukona, f. 1801.
Barn þeirra var
3. Bernharður Vigfússon bóndi í Fljótshólum í Flóa, f. 16. ágúst 1832 í Rútsstaðahjáleigu, d. 17. desember 1918.

III. Síðari kona Vigfúsar, (9. október 1934), var Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1802, d. 9. nóvember 1858. Þau Vigfús voru bræðrabörn.
Barna er ekki getið.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.