Vigdís Jónsdóttir (Þorkelshjalli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Vigdís Jónsdóttir húsfreyja í Ráðagerði í Holtum, síðar búsett í Eyjum, fæddist 23. febrúar 1796 í Svaðbæli u. Eyjafjöllum og lést 31. júlí 1877 í Stakkagerði .
Foreldrar hennar voru Jón Björnsson bóndi í Steinum, f. 1753, d. 5. janúar 1826 og kona hans Geirlaug Gottsveinsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 11. október 1825.

Vigdís var húsfreyja og bóndi með Jóni í Ráðagerði 1828-1837. Þau voru húsfólk á Strönd á Rangárvöllum skamma hríð, bændur í Litlagerði í Hvolhreppi 1838-1841, síðan vinnufólk í Sleif í V-Landeyjum til ársins 1844.
Þau fluttust til Eyja frá Sleif 1844 og bjuggu í Björnshjalli 1844-1850, í Þorkelshjalli 1851-1860, er Jón lést.
Vigdís var 77 ára án vinnu í Hallberuhúsi í lok árs 1860, var komin í Stakkagerði 1864 og var þar ekkja og niðursetningur til dd. 1877.

Maður Vigdísar, (8. október 1823), var Jón Sæmundsson bóndi, síðar tómthúsmaður í Eyjum, f. 17. mars 1793, d. 4. júní 1860.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 24. júlí 1824.
2. Andvana drengur, f. 1827.
3. Dýrfinna Jónsdóttir, f. 6. mars 1829, d. 7. mars 1829.
4. Andvana stúlka, f. í febrúar 1834.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.