Valgerður Helga Eyjólfsdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Valgerður Helga Eyjólfsdóttir frá Hrútafelli u. A-Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 4. júlí 1934.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 25. júlí 1892, d. 17. september 1973, og kona hans Helga Ólafsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1901, d. 8. nóvember 1977.

I. Systkini Valgerðar í Eyjum:
1. Guðný Eyjólfsdóttir húsfreyja á Lundi, f. 10. júlí 1936, d. 24. janúar 2020.
2. Þorsteinn Eyjólfsson rafvirki, gröfustjóri, Illugagötu 79, f. 29. desember 1937.
Hálfbróðir Valgerðar, af sama föður, er
3. Trausti Eyjólfsson búfræðingur, bóndi, kennari, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, f. 19. febrúar 1928.

II. Börn Ólafs Jónssonar í Eyjum og systkini Helgu Ólafsdóttur voru m.a.:
1. Guðlaug húsfreyja í Fagurhól, f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970.
2. Skæringur Ólafsson bóndi í Skarðshlíð, f. 7. desember 1890, d. 28. júlí 1984.
3. Jón Ólafsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 7. mars 1892, d. 21. desember 1946.

II. Bræður Ólafs Jónssonar voru:
1. Sveinn Jónsson bóndi í Selkoti, faðir:
a. Hjörleifs í Skálholti,
b. Tómasar Sveinssonar á Faxastíg 15 og
c. Sigfúsar Sveinssonar á Kirkjubæjarbraut 8 og
2. Vigfús Jónsson faðir
a. Ólafs Vigfússonar skipstjóra í Gíslholti.

Þau Guðmundur hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík, en skildu.
Valgerður flutti til Eyja 1957 og gerðist ráðskona hjá Guðfinni. Þau giftu sig 2008, eignuðust eitt barn, en hjá þeim ólust upp dætur hennar tvær frá fyrra sambandi. Hún varð stjúpmóðir tveggja eldri barna Guðfinns, en yngri börnin tvö fóru í fóstur til vina og vandamanna Guðfinns.
Guðfinnur lést 2012.
Valgerður Helga býr á Brimhólabraut 8.

I. Fyrrum sambúðarmaður Valgerðar Helgu var Guðmundur Guðjónsson frá Hermundarstöðum í Mýrasýslu, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 5. janúar 1929, d. 18. maí 1996. Þau skildu.
Börn þeirra og fósturbörn Guðfinns Þorgeirssonar:
1. Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir á Selfossi, f. 8. ágúst 1953.
2. Lilja Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 14. október 1955.

II. Síðari maður Valgerðar Helgu, (5. desember 2008), var Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. nóvember 1926, d. 22. mars 2012.
Barn þeirra:
3. Þorgeir Guðfinnsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 19. febrúar 1968.
Börn Guðfinns og stjúpbörn Valgerðar Helgu:
4. Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1947.
5. Hafsteinn Grétar Guðfinnsson sjávarlíffræðingur, f. 5. ágúst 1950.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.