Valgerður Þorvaldsdóttir (Heklu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Þorvaldsdóttir frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi, Árn., húsfreyja á Heklu við Hásteinsveg fæddist 12. september 1886 í Skaftholti og lést 11. janúar 1967.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jónsson frá Forsæti í V-Landeyjum, bóndi, f. 4. maí 1842, d. 2. janúar 1897, og kona hans Guðrún Gísladóttir frá Ásum í Gnúpverjahreppi. húsfreyja, f. 1. mars 1843, d. 2. júní 1892.
Stjúpmóðir hennar var Katrín Magnúsdóttir húsfreyja í Skaftholti, f. 11. september 1856, d. 16. mars 1946. Hún var ekkja eftir Þorvald.

Valgerður var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést er hún var á sjötta árinu. Faðir hennar kvæntist aftur, en lést 1897 og hún var stjúpbarn í Skaftholti hjá Katrínu Magnúsdóttur ekkju föður hennar 1901.
Valgerður var hjá Ingigerði systur sinni í Reykjavík 1910, fluttist til Eyja 1913 og giftist Guðjóni á því ári. Þau bjuggu á Lágafelli 1913, í Sjólyst 1915 og 1916. Þau voru komin á Heklu 1917 með tökubarnið Svanhvíti Kristínu og bjuggu þar síðan.
Þau Guðjón voru barnlaus, en fóstruðu Svanhvíti Kristínu bróðurdóttur Guðjóns.
Guðjón lést 1957 og Valgerður 1967.

I. Maður Valgerðar, (1913), var Guðjón Þórðarson skipstjóri, útgerðarmaður, verkamaður á Heklu, f. 16. september 1879, d. 10. apríl 1957.
Fósturbarn þeirra:
1. Svanhvít Kristín Einarsdóttir vinnukona, f. 18. desember 1916 í París, d. 20. maí 1934.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.