Unnur Gígja Baldvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Gígja Baldvinsdóttir.

Unnur Gígja Baldvinsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri, deildarstjóri fæddist þar 22. mars 1933.
Foreldrar hennar voru Baldvin Gunnlaugur Sigurbjörnsson skipstjóri, vélstjóri, f. 9. júlí 1906, d. 2. maí 1970, og Snjólaug Hlíf Baldvinsdóttir frá Akureyri, síðar fiskimatskona í Hafnarfirði, eftirlitsstarfsmaður í Eyjum, f. 21. nóvember 1912, d. 3. maí 2000.

Unnur Gígja varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Akureyrar 1949, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í mars 1956, lauk framhaldsnámi í heilsugæsluhjúkrun í Statens helsesösterskola í Oslo 1973.
Hún vann hjá Bæjarskrifstofum Akureyrarbæjar um fjögurra ára skeið, en hélt þá í hjúkrunarnám.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum 1. júní 1957 til 1. september 1959, við Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja 1. september 1959 til 1. september 1961. Hún var hjúkrunarfræðingur við Heilsugæslustöð Vestmannaeyja 1. ágúst 1967-31. ágúst 1972, vann á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sumarið 1973, við Heilsugæslustöð Vestmannaeyja september 1973-31. desember 1974, hjúkrunarforstjóri 1. janúar 1875-31. október 1980.
Unnur Gígja var hjúkrunarfræðingur við Heilsugæslustöðina í Árbæ 1. nóvember 1980-31. ágúst 1982, deildarstjóri á dagspítala öldrunardeildar Landspítalans 1. september 1982-31. október 1986, kennari í heilsugæsluhjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann 1981.
Hún var deildarstjóri á lyflækningadeild Sjúkrahúss Vestmannaeyja frá 1. nóvember 1986 til starfsloka í lok árs 2002.
Þau Magnús giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 12 og við fæðingu Snjólaugar Ástu 1957, þá á Faxastíg 39, síðan Hilmisgötu 11 við fæðingu Margrétar Lilju 1961 og þá á Fjólugötu 25 við fæðingu Bjarna Ólafs 1963, og þar bjuggu þau til 1980. Þau bjuggu á Búhamri 86 frá 1986, en dvöldu síðast saman í Hraunbúðum.
Magnús lést 2019.
Unnur Gígja dvelur í Hraunbúðum.

I. Maður Unnar Gígju, (22. ágúst 1956), er Magnús Bjarnason frá Garðshorni, verkstjóri, sérhæfður starfsmaður fiskiðjuvera, framkvæmdastjóri, f. 5. júlí 1934, d. 21. nóvember 2019.
Börn þeirra:
1. Snjólaug Ásta Magnúsdóttir, f. 18. febrúar 1957, d. 26. febrúar 1957.
2. Margrét Lilja Magnúsdóttir húsfreyja, BSc.-líffræðingur, starfsmaður Líffræðistofnunar Háskóla Íslands, fyrrverandi safnstjóri Sæheima, f. 24. desember 1961. Fyrri maður hennar var Rafn Benediktsson. Sambýlismaður hennar er Jóhann Pétursson.
3. Bjarni Ólafur Magnússon myndlistarmaður, lögreglumaður á Selfossi, f. 4. apríl 1963, ókv.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.