Tryggvi Sigjónsson (Héðinshöfða)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Tryggvi Sigjónsson.

Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði fæddist 10. apríl 1918 á Lögbergi og lést 26. janúar 2000.
Foreldrar hans voru Sigjón Halldórsson vélstjóri og trésmiður frá Bakka á Mýrum í A-Skaft., f. 31. júlí 1888, d. 19. apríl 1931 og kona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.
Fósturforeldrar Tryggva voru bændahjónin á Hólmi á Mýrum í A-Skaft., þau Guðlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1879, d. 19. júní 1975, og Halldór Eyjólfsson kennari, bóndi, f. 2. október 1880, d. 17. júní 1930.

Börn Sigjóns og Sigrúnar:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.

Fóstursystkini Tryggva á Hólmi voru:
1. Svava Hildur, kjördóttir Guðlaugar og Halldórs, húsfreyja í Reykjavík, f. 18. desember 1912, d. 27. maí 2004.
2. Sigríður Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. maí 1911.
3. Sigurlaug Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. apríl 1927, d. 2. ágúst 2003.

Tryggvi var með fjölskyldu sinni í fyrstu. Sigjón faðir hans veiktist af Spænsku veikinni 1918 og stríddi lengi við afleiðingar hennar. Það leiddi til þess, að þau Sigrún urðu að koma 5 börnum sínum í fóstur. Tvö þeirra, Guðríður og Þórhallur fóru í fóstur í Landeyjar og þrjú, Bragi, Tryggvi og Garðar fóru á Mýrar í A-Skaft.
Tryggvi var um skeið í Héraðsskólanum á Laugarvatni, síðar fór hann á vélstjóranámskeið í Vestmannaeyjum.
Hann stundaði sjómennsku og útgerð á Höfn, og þar varð heimili þeirra Herdísar Rögnu.
Þau giftu sig 1944 og eignuðust 8 börn.
Tryggvi lést 2000 og Herdís Ragna 2007.

Kona Tryggva, (23. september 1944), var Herdís Ragna Clausen húsfreyja frá Eskifirði, f. 11. júlí 1924, d. 6. mars 2007. Foreldrar hennar voru Ingólfur Rögnvald Clausen útgerðarmaður, verkamaður á Eskifirði, f. 18. júní 1888, d. 1. júlí 1968, og kona hans Herdís Jónatansdóttir Clausen húsfreyja, f. 25. maí 1892, d. 31. júlí 1969.
Börn þeirra:
1. Inga Guðlaug Tryggvadóttir, f. 10. mars 1945. Maður hennar er Friðfinnur Steindór Pálsson, f. 1. apríl 1942.
2. Linda Helena Tryggvadóttir, f. 3. febrúar 1947. Maður hennar er Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson, f. 17. október 1943.
3. Ellen Maja Tryggvadóttir, f. 2. ágúst 1948. Ssambýlismaður hennar er Þorvaldur Jón Kristinsson, f. 13. maí 1955.
4. Stúlka, f. 25. júní 1950, d. 15. september 1950.
5. Bjarki Elmar Tryggvason, f. 3. ágúst 1951. Kona hans er Helga Haraldsdóttir, f. 7. mars 1954.
6. Herdís Tryggvína Tryggvadóttir, f. 2. mars 1953. Maður hennar er Stephen Robert Johnson, f. 22. október 1952.
7. Halldór Ægir Tryggvason, f. 31. ágúst 1960. Kona hans er Wanvisa Susee, f. 25. maí 1975. Hann var áður kvæntur Lenu Ceciliu Nyberg, f. 16. ágúst 1967, en þau slitu samvistir.
8. Tryggvi Ólafur Tryggvason, f. 9. janúar 1965. Kona hans er Helga Steinarsdóttir, f. 11. nóvember 1963.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. febrúar 2000. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.