Thomine Rebekka Andersdóttir

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Thomina Rebekka Andersdóttir Asmundsen fæddist 24. september 1844 í Sjólyst og mun hafa látist Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Anders Asmundsen skipstjóri, f. 1808, drukknaði 1851, og Ásdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1815, d. 21. nóvember 1892.

Thomina var með foreldrum sínum í bernsku, en faðir hennar lést 1851. Hún var með móður sinni í Stakkagerði uns hún fluttist til Kaupmannahafnar í fylgd fjölskyldu Christians Abels og Jóhönnu konu hans 1860.
Thomina fluttist til Chicago.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.