Svava Jónsdóttir (Sólbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Svava Jónsdóttir húsfreyja fæddist 30. október 1902 á Akranesi og lést 6. desember 1969.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson bóndi, hreppstjóri, alþingismaður á Haukagili í Stafholtstungum, Mýr., f. 13. desember 1871, d. 20. september 1935, og barnsmóðir hans Guðný Jónsdóttir frá Múlastöðum í Flókadal, Borg., vinnukona á Haukagili, f. 30. júlí 1877, d. 22. október 1945.

Svava var með móður sinni, bjó með henni í Reykjavík 1920.
Þau Halldór giftu sig 1922, bjuggu þá á Kirkjuhól, eignuðust eitt barn 1923 í Heiðardal, bjuggu á Sólbergi 1924. Þau skildu á því ári og Svava flutti til Lands með barnið. Hún stundaði ritarastörf.
Hún lést 1969.

I. Maður Svövu, (10. febrúar 1922), var Halldór Guðjónsson skólastjóri, f. 30. apríl 1895, d. 30. janúar 1997.
Barn þeirra:
1. Sigurður Guðni Halldórsson rafmagnsverkfræðingur í Garðabæ, f. 13. apríl 1923, d. 24. september 2007. Kona hans Sigrún Magnúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hver er maðurinn — Íslendingaævir. Brynleifur Tobíasson. Fagurskinna 1944.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.