Stein (Bró) Ingolf Henriksen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stein Ingólf Henriksen (Brói).

Stein Ingolf Henriksen frá Akureyri, vélstjóri, kallaður Bró fæddist 10. janúar 1942 og lést 5. september 2022.
Foreldrar hans voru Henry Stefán Henriksen verkamaður á Akureyri, f. 31. júlí 1917, d. 19. maí 1982, og Árdís Guðlaugsdóttir Henriksen húsfreyja, f. 19. mars 1917, d. 27. október 1985.

Stein var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði sjómennsku frá 14 ára aldri, á síldarbátum og togurum, fluttist til Eyja 1960, stundaði sjómennsku, tók vélstjórapróf í Eyjum 1969. Hann var á vb. Hugin í 20 ár, á Freyju RE, sem gerð var út frá Eyjum, í 23 ár. Með öllu töldu var hann 53 ár við sjómennsku, hafði verið á 25 skipum og bátum.
Þau Mary Kristín giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn.
Þau bjuggu í London, Miðstræti 3 til Goss 1973, í Njarðvík rúmt ár, fluttu heim til Eyja og bjuggu á Ármóti í eitt ár, nokkra mánuði á Hásteinsvegi 56, eitt ár á Brimhólabraut 34. Þau bjuggu í íbúð sinni á Dverghamri 39 frá 1976 og lengi, þá Túngötu 73 og síðar á Hrauntúni 73, en flutti fljótlega að Foldahrauni 37c.
Mary Kristín var sjúklingur í Hraunbúðum. Hún lést 2019. Stein lést 2022 á Sjúkrahúsinu.

I. Kona Steins Bró, (25. desember 1963), var Mary Kristín Coiner húsfreyja, f. 5. júlí 1943 á Njálsgötu 71 í Reykjavík, d. 4. júní 2019.
Börn þeirra:
1. Ágúst Vilhelm Steinsson sjómaður, Kirkjuvegi 43, f. 1. október 1962. Kona hans var Klara Tryggvadóttir, f. 14. september 1961. Þau skildu. Síðari kona hans er Arna Ágústsdóttir.
2. Engilbert Ómar Steinsson stýrimaður, gistihússrekandi, umboðsmaður bifreiðaverslunar BL, býr á Smáragötu 7, f. 3. desember 1965. Kona hans er Arndís María Kjartansdóttir.
3. Óðinn Steinsson nemi í umhverfis- og auðlindafræði í Kanada, f. 25. október 1973. Kona hans er Steinunn Jónatansdóttir.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Stein Bró.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.