Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Starf vélstjórnarbrautar FÍV 2000-2001

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Starf vélstjórnarbrautar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum 2000-2001


Starfið á haustönn var með nokkuð hefðbundnum hætti miðað við undanfarin ár.

Ólafur Guðmundsson

Það er að á haustönn hefur verið boðið upp á nám á fyrstu önn, véla-varðarnám og einnig hefur verið boðið upp á áfanga á einhverri af hinum önnunum sem þarf til að ljúka 2. stigi.
Í vélavarðarnám innrituðust 8 nemendur og að auki voru 4 nemendur skráðir utan skóla. í áfanga á 2. stigi voru skráðir 5 nemendur og að auki voru 3 nemar í vélvirkjun í vélfræðiáfanga.

Kennarar í faggreinum við brautina, voru allir stundakennarar, utan eins fastráðins kennara sem er sá sami og undanfarin ár, Karl Marteinsson.

Ragnar Benediktsson hlaut vélstjóraúrið frá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja fyrir bestan árangur í vélfræðigreinum í 2. stigi 1999 - 2000

Stundakennarar voru þeir sömu og undanfarin ár: Eyþór Harðarson, Guðmundur Elíasson og Ólafur Guðmundsson. Almennir bóklegir áfangar eru þeir sömu og hjá öðrum nemendum skólans og þá kenna hinir ýmsu fastráðnu kennarar skólans. Lok annanna báru nokkurn keim af því ástandi sem skapaðist í kjölfar verkfalls framhaldsskólakennara og ekki einfaldaði það hlutina að hluti stundakennaranna hélt áfram kennslu þó fastráðnir kennarar væru í verkfalli. Fyrir bragðið urðu lokin nokkuð laus í reipunum og varð uppskeran ef til vill að einhverjum hluta í samræmi við það.
Vélavarðarnámi luku aðeins 4 nemendur, þar af 3 utanskólanemar. Enginn lauk námi 2. stigs á haustönn.
Vorönn hófst ekki fyrr en í febrúar, af sömu ásæðum og að framan eru raktar.
Á vorönn voru skráðir 5 nemendur í áfanga á 2. stigi og að auki voru 2 vélvirkjanemar skráðir í vélfræðiáfanga. Ekki er útlit fyrir að nokkur brautskráist af 2. stigi í vor.
Rétt er að geta þess hér að við útskrift á vorönn síðastliðið vor, var veitt viðurkenning þeim nemanda sem útskrifaðist af 2. stigi, skólaárið '99 -'00, með bestan árangur í vélfræðigreinum. Viðurkenninguna, sem er Vélstjóraúrið, gefið af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja, hlaut Ragnar Benediktsson.
Ég hef áður minnst á það hér í þessum pistlum, hver nauðsyn hljóti að vera þessu byggðarlagi, að hægt sé að halda úti verknámi og þá ekki hvað síst námi sem lýtur að útgerðinni. Síðastliðin 2 ár hefur enginn nemandi innritast í.
Ragnar Benediktsson hlaut vélstjóraúrið frá Vélstjórafélagi Vestmannaeyja. fyrir hestan árangur i vélfrœðigreinum i' 2. stigi 1999-2000 sjávarútvegsbraut, sem er undanfari stýrimannanáms, og er það umhugsunarefni fyrir bæ sem vill kalla sig útgerðarbæ. í ljósi þess má þykja gott, hve vel hefur tekist til við að halda úti vélstjómarnámi sem boðið er upp á hér við skólann. Einn af þeim þáttum sem hefur styrkt það er sú tenging, sem hefur verið milli þess, og þess málm - og rafiðnaðarnáms sem verið hefur við skólann. Drjúgan þátt í því á sjálfsagt uppbygging sem varð við byg-gingu verknámsálmu skólans. En betur má ef duga skal og ekki mega menn láta staðar numið, við svo búið við að ná því sem stefnt er að. Ég hef oft verið spurður að því hve margir af þessum nemendum skili sér á sjó sem vélstjórar. Spumingin er ekki undarleg miðað við það að alltaf virðist vera skortur á réttindamönnum og þá ekki hvað síst mönnum með réttindi sem eru meiri en hægt er að afla sér hér við skólann. En alltaf er samt eitthvað af þessum nemendum, sem heldur áfram og lýkur námi við Vélskólann í Reykjavík.
Til dæmis ljúka tveir nemendur sem hófu nám sitt hér við skólann 4. stigi nú í vor. Hvort þeir skila sér á sjó veit ég ekki en eftir því sem fleiri hefja námið, þeim mun meiri líkur eru á að fleiri ljúki því og skili sér á sjó. Og óvíst er hve margir af þessum nemendum hefðu hafið nám í vélstjórn ef ekki væri boðið upp á þetta nám hér við skólann.

Vestmannaeyjum 9. apríl 2001.
Ólafur Guðmundsson, vélstjóri.


Myndin sýnir Blátind VE 21. þegar hann var sjósettur í fyrsta sinn 1947. Hönnuður hans og yfirsmiður var Gunnar Marel Jónsson. Fljótt eftir sjósetninguna fór hann á sumarsíldveiðar norðanlands og vakti þar athygli sem vel útbúið og glœsilegt skip. Það sama má segja um aðra Eyjabáta sem smíðaðir voru á þessum árum, um og fyrir miðja síðustu öld.Á síðasta ári var stofnað félag sem réðist í það stórvirki að endurbyggja Blátind. Stjórn þess skipa: Árni Johnsen, Páll og Sigtryggur Helgasynir og Tryggvi Sigurðsson. Menningarmálanefnd Vestmannaeyja á bátinn og fékk þetta nýstofnaða félag leyfi nefndarinnar til þess að hefja framkvœmdir.Blátindur er nœrri í upprunalegri mynd og verður því verðugur fulltrúi þeirra báta sem smíðaðir voru hér um miðja síðustu öld. Peninga til verksins hefur verið aflað víða og margir einstaklingar og fyrirtœki hafa styrkt átakið. Endurbœturnar fara fram hjá Drangi ehf, og eru þar í góðra manna höndum. Þeir fjórmenningarnir, sem standa að verkinu, œtla að afhenda Menningarmálanefnd Blátind á Sjómannadaginn nú í ár og munu þeir óska eftir að honum verði valinn staður við Skansinn þar sem hann verði til prýði og minningar um liðna tíð