Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ S.s. Verðandi 60 ára 27. nóv. sl.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

S.s. Verðandi 60 ára 27. nóv. sl.

Magnús Guðmundsson skipstjóri núverandi formaður

Skipstjóra- og stýrimannafélag Vestmannaeyja var stofnað 27. nóvember 1938. Tildrög að stofnun félagsins voru þau að skipstjórar og stýrimenn í Vestmannaeyjum vildu bindast samtökum um það nauðsynjamál að reisa vita á Þrídröngum.

Á fundi í félaginu 3. janúar 1942 kom tillaga frá Þorsteini Jónssyni í Laufási um að félagið taki sér nafnið Verðandi. Var hún samþykkt einróma.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Árni Þórarinsson Oddstöðum formaður
Sighvatur Bjarnason Ási varaformaður
Sigfús Scheving Heiðarhvammi ritari
Ármann Friðriksson Látrum vararitari
Karl Guðmundsson Reykholti gjaldkeri
Jónas Bjarnason Boðaslóð varagjaldkeri
Endurskoðendur: Guðjón Tómasson Gerði og Runólfur Jóhannsson Hilmisgötu

Í fyrstu lögum félagsins segir m.a. Tilgangur félagsins er vinna að hagsmuna- og launamálum skipstjóra og stýrimanna, efla samvinnu og viðkynningu og vernda rétt þeirrra. Einnig vill félagið láta til sín taka hvers konar endurbætur er snerta sjávarútveg og siglingar. Sannarlega hefur í Verðandi verið vel og ötullega unnið að þessum málum í 60 ár. Margs konar endurbætur hér við höfnina hefur félagið látið til sín taka. Fisksölu- og slysavarnarmál, og þá hafa fiskfriðunarmál verið þar ofarlega á baugi.
Strax árið 1957 voru samþykktar yfirgripsmiklar tillögur um friðunarmál. Sennilega voru þetta fyrstu tillögurnar þar að lútandi hér á landi. Á þær var ekki hlustað í stjórnsýslunni. Og aftur 1962 voru samþykktar tillögur um þessi mál en allt fór á sömu leið. Í bæði skiptin sem þessar tillögur voru sendar til stjórnvalda fylgdu þeim sjókort, þar sem settar voru inn skýringar á lokunum svæða. Enn er Verðandi öflugt félag skipstjórnarmanna, sem lætur sem fyrir gott af sér leiða. Starfið er þróttmikið og málefni sjávarútvegsins ítarlega rædd hverju sinni.

Borðfáni í tilefni 60 ára afmælisins, hannaður af Jóhanni Jónssyni (Jóa listó).

Núverandi stjórn skipa:
Magnús Örn Guðmundsson, formaður
Ebeneser Guðmundsson, varaformaður
Halldór Guðbjörnsson, gjaldkeri
Óskar Örn Ólafsson, varagjaldkeri
Halldór Gunnarsson, ritari
Sigmar Gíslason, vararitari
Endurskoðendur eru Ágúst Bergsson og Bergvin Oddsson.
Sjómannadagsráð sendir Verðandi bestu afmælisóskir í tilefni þessara merku tímamóta.