Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1998/Útgerðarfélag Vestmannaeyja stofnað

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Útgerðarfélag Vestmannaeyja stofnað

Upphafið að stofnun Útgerðarfélags Vestmannaeyja má m.a. rekja til þess að a.m.k. tveir bátar úr Eyjaflotanum, ásamt veiðiheimildum þeirra, voru auglýstir til sölu og í kjölfarið fréttist svo að Breki VE 61 yrði jafnvel seldur líka.
Það voru nokkrir aðilar sem tóku sig saman og stofnuðu undirbúningshóp. Var fyrsta verk hópsins að kanna undirtektir við stofnun almenningshlutafélags í sjávarútvegi.
Tilgangur félagsins er annars vegar að bregðast við sölu skipa eða aflaheimilda úr bænum og hins vegar að efla félagið með það að markmiði að fjölga fiskiskipum og auka aflaheimildir hér í Eyjum. Hóp þennan skipuðu: Aðalsteinn Sigurjónsson, Guðjón Rögnvaldsson, Viktor Helgason, Guðjón Hjörleifsson og Þórður Rafn Sigurðsson.
Ólafur Elísson löggiltur endurskoðandi hefur unnið fyrir hópinn. Ólafur og Börkur Grímsson hafa verið sérstakir ráðgjafar hans.
Viðbrögð voru mjög góð og gekk hlutafjársöfnun mun betur en vonir stóðu til í upphafi. Nú þegar hefur félagið fest kaup á Breka VE 61 og Garðari II SF 164. Einnig hafa verið keyptar veiðiheimildir til þess að styrkja rekstur skipanna.