Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Lóðsinn 30 ára

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Afmælisbarnið, fánum skrýtt í tilefni dagsins.

Lóðsinn 30 ára

Lóðsinn átti 30 ára afmœli 4. apríl sl. Nokkur styrr stóð um komu skipsins hingað á sínum tíma, ýmsir töldu fásinnu að kaupa svo dýrt skip. Þar réðu þó ferðinni framsýnir menn og tæplega nokkur sá sem í dag efast um að hér hafi skynsamlega verið að málum staðið. Á þessum þrjátíu árum hefur Lóðsinn dyggilega gegnt sínu hlutverki sem þjónustuskip fyrir Vestmannaeyjar og flotann hér.
Sjómannadagsblaðið árnar skipi og áhöfn allra heilla í tilefni þessara tímamóta og telur við hæfi að birta nokkrar myndir sem tengjast störfum skips og áhafnar, ásamt þeim sem nánastir Lóðsinum eru við höfnina.

T.f.v. Ágúst Bergsson, skipstjóri. Björgvin Magnússon, lóðs. Gísli Einarsson, Lóðs.
T.f.v: 'oli S. Bernharðsson, vélstjóri. Willum Andersen, hafnarvörður. Willum og Gústi.
T.f.v: Sigurður Elíasson, hafnarvörður. Sveinn Halldórsson, vélstjóri. Sigurrður Þ. Jónsson, hafnarvörður.
Þeir tengjast allir Lóðsinum á einn eða annan hátt: Talið frá vinstri: Sveinn Halldórsson, Ingólfur Matthíasson, Willum Andersen, Sigurgeir Ólafsson, Ágúst Bergsson, Jón Gunnlaugsson, Sigurður Þ. Jónsson, Haukur Jóhannsson, Gísli Einarsson, Þórarinn Eiríksson, Eggert Ólafsson, Sigurður Elíasson, Björgvin Magnússon.
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri mætti til fagnaðarins og færði þeim Lóðsmönnum fyrir hönd bæjarstjórnar mynd af Lóðsinum, málaða af Magnúsi Kristleifssyni. Hér er hann milli skipstjóranna tveggja Ágústs Bergssonar núverandi skipstjóra og Einars Sveins Jóhannessonar, fyrrverandi skipstjóra sem sennilega er sá maður sem flestir tengja nafn Lóðsins við fyrr og síðar.
Að sjálfsögðu var afmælisins minnst um borð með veisluhöldum.