Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1984/ Aflakóngar heiðraðir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Aflakóngar heiðraðir
Áhöfnin á Heimaey VE l var aflahœst vertíðarbáta yfir landið, aflaði 1106 tonn á vetrarvertíð 1983. Skipshöfn ásamt eiginkonu skipstjórans, talið frá vinstri: Þorkell Guðgeirsson, Grettir Í. Guðmundsson, Sigurður Sveinsson, Einar Jónsson, Atli Sverrisson, Óttar Egilsson, Hörður Jónsson skipstjóri, fiskikóngur, Sjöfn Guðjónsdóttir kona Harðar, Hjörtur Jónsson og Magnús Guðmundsson.
Árið 1982 var aflahæstur togbáta undir 200 tonn Björg VE 5, aflaði 829 tonn (verðmæti 3.562.058,-). Talið frá vinstri: Gísli Valur Einarsson skipstjóri, Jón Sævarsson I. vélstjóri, Sigurður Sigurjónsson stýrimaður, Björg Guðjónsdóttir kona Gísla skipstjóra, Kristinn Andersen netamaður. Bernódus Alfreðsson matsveinn og Sæbjörn Jónsson II. vélstjóri.
Mesta aflaverðmœti á árinu 1982 var hjá Kap II. Áhöfn skipsins ásamt eiginkonu skipstjóra, talið frá vinstri fremsta röð: Ólafur Ágúst Einarsson II. stýrimaður, Gísli Einarsson I. stýrimaður, Viktoría Ágústa Ágústsdóttir kona Einars skipstjóra, Einar Ólafsson skipstjóri. Miðröð: Oddsteinn Pálsson II. vélstjóri, Baldur Aðalsteinsson háseti, Ágúst Guðmundsson I. vélstjóri. Aftasta röð: Karl Birgisson háseti, Óskar Svavarsson og Helgi Steingrímsson.
Sœvar Brynjólfsson skipstjóri á Breka og kona hans lngibjörg Hafliðadóttir. Sœvar heldur á verðlaunagrip fyrir mestan afla togara á árinu. Ársafli Breka á árinu 1982 var 4.435,576 tonn.