Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Línubeiting í Vestmannaeyjum fyrr á tíð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Línubeiting í Vestmannaeyjum fyrr á tíð

Myndin sýnir línubeitingu á fyrstu árum vélbátanna í Vestmannaeyjum á fyrstu tugum aldarinnar. Gaman væri að þekkja mennina á myndinni og vita nákvæmlega hvar hún er tekin. Maðurinn með skeggið er líklega Sigurhans Ólafsson í Brimnesi (faðir Sveins, Karls, Óskars, Þorbjargar og þeirra systkina). Hann er að beita í bjóð sem stendur uppi á vöskunarkari, en bjóð voru notuð í Eyjum fram undir 1929, þegar lagningsrennan var tekin upp. Maðurinn yst til vinstri gæti verið Ólafur heitinn Eyjólfsson á Garðsstöðum. Sennilega er myndin tekin við aðgerðarskúra, sem voru norður af Godthab, vestan við stóran grasigróin hól, sem þar var. —GÁE