Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982/ Sjómannadagurinn 1981

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannadagurinn 14. til 15.júní 1981


Sigurgeir Ólafsson flutti ræðu dagsins.
Sigmund Jóhannsson heiðraður fyrir sín frábœru störf að öryggismálum sjómanna.
Ástþór Jónsson sýnir björgunargalla og notkun hans. — Ljósm. Óli Pétur
Laugardagurinn 14. júní


Hátíðarhöld sjómannadagsins hófust kl. 13.00 með kappróðri. Kepptu þar margar sveitir og var hart barist um besta tímann. Síðan var sýnd meðferð og notagildi flotgalla. Um kvöldið voru svo dansleikir í báðum húsum til kl. 2 eftir miðnætti.

Sunnudagurinn 15. júní


Dagskráin hófst með leik Lúðrasveitar Vestmannaeyja við Samkomuhúsið. Hjalti Hávarðsson setti hátíðina. Því næst var farið í skrúðgöngu að Landakirkju og lék Lúðrasveit Vestmannaeyja fyrir göngunni. Í Landakirkju var sjómannamessa og messaði sóknarprestur okkar, séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
Að messu lokinni minntist Einar J. Gíslason látinna sjómanna.
Þá var Sigmund Jóhannsson heiðraður fyrir frábær störf sín að öryggismálum sjómanna og ber þar hæst Sigmundsgálgann. Að lokum söng Magnús Jónsson einsöng.
Kl. 16.00 hófst skemmtun á Stakkagerðistúni með leik Lúðrasveitar Vestm. Ræðu dagsins hélt Sigurgeir Ólafsson af sinni alkunnu snilld. Þá voru aldraðir sjómenn heiðraðir, af hálfu s.s. Verðandi Guðmundur Vigfússon, af hálfu Vélstjórafélags Ve. Adólf Magnússon og af Jötni Ágúst Helgason. Síðan voru skemmtiatriði og komu þar fram Jóhann Hilmisson, Grétar Hjaltason og Baldur Brjánsson.
Að lokum fór fram verðlaunaafhending fyrir unnin afrek daginn áður. Kl. 20 var haldin skemmtun í Íþróttamiðstöðinni og komu þar fram skemmtikraftarnir Ómar Ragnarsson, Baldur Brjánsson, Grétar Hjaltason, Jóhann Hilmisson og Magnús Jónsson óperusöngvari. Einnig var haldin tískusýning.
Þá voru aflakóngar heiðraðir:
Heiðraðir voru: sem fiskikóngur Sigurjón Óskarsson og áhöfn hans á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 Fyrir mesta atlaverðmæti Guðjón Pálsson og áhöfn hans á Gullberginu VE 292. Aflahæsti togarinn Breki VE, skipstjóri Sævar Brynjólfsson. Aflahæsti togbátur: Surtsey VE 2, skipstjóri Logi Snædal Jónsson. Dúxum Stýrimannaskólans voru afhent Verðandiúrin og voru þeir að þessi sinni Elías Jensson Vestm. og Þorsteinn Jónsson frá Patreksfirði.
Að lokum var dansleikur í Samkomuhúsinu þar sem hljómsveitin Ásar sáu um fjörið ásamt diskótekinu Þorgerði, og var dansað til kl. fjögur eftir miðnætti.

Talsverður fjöldi fólks á öllum aldri tók þátt í hátíðarhöldunum á Stakkó í fyrra.
Hraustlega tekinn endasprettur.
Frá vinstri: Adólf Magnússon heiðraður af Vélstjórafélagi Vestmannaeyja. Sigurður Jónsson tók við heiðursskjali frœnda síns Guðmundar Vigfússonar sem heiðraður var af s.s. Verðandi. Ágúst Helgason heiðraður af Sjómannafélaginu Jötni.

Sigurður G. Þórarinsson