Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Illugahellir og Illugaskip

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Illugahellir og lllugaskip

Í krikanum norðan við gatnamótin, þar sem Höfðavegur og Illugagata mætast, eru tveir hraunhólar. Í syðri hólnum er smáskúti, sem nefndur er Illugahellir. Nyrðri hóllinn er nefndur Illugaskip, og er hann ekki ólíkur skipi á hvolfi. Sagt er, að einhvern tíma hafi maður, sem Illugi hét, búið í hellinum, og dragi hann nafn af því. Átti hann að hafa flutt skip sitt þangað og sé það nyrðri hraunhóllinn.

Aðrir segja að landvættur ein, er Illugi hét, hafi búið í hellinum, og sé Illugaskip steinnökkvi hennar. Þá hafa verið uppi sagnir um það að séra Illugi Jónsson, sem prestur var að Ofanleiti árin 1733 — 1745, hafi látið gera helli þennan til að menn gætu leitað þar hælis í óveðrum á leið sinni upp fyrir Hraun, en hellirinn er stuttan spöl vestan við veginn.

(Úr Sögum og sögnum úr Ve.)

Til vinstri: Illugaskip en Illugahellir er í hólnum til hægri. (Ljósm.: Guðm. Sigf.)