Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975/Stýrimannanámskeið árið 1929

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stýrimannanámskeið árið 1929. Fremri röð talið frá vinstri: Magnús Helgason formaður með Hebron vertíðina 1930(faðir Magnúsar bæjarstjóra, Hermanns símritara og þeirra systkina), Einar Jónsson Moldnúp, V-Eyjafjöllum formaður á Atlantis, Vin o.fl. bátum. Sigfús Scheving forstöðumaður námskeiðsins og aðalkennari(Sigfús hafði á hendi forstöðu stýrimannanámskeiða í fjöldamörg ár, frá1918, er fyrsta stýrimannanámskeiðið var haldið í Vestmannaeyjum og fram undir 1940. Stóðu námskeið þessi í þrjá til fjóra mánuði og veittu réttindi minna fiskimannaprófs). Óskar Lárusson Velli, Árni Oddsson Fagradal, formaður með Ásdísi og fleiri báta, var þó mest mótoristi. Atari röð talið frá vinstri: Sigurjón Jónsson Háagarði, formaður með Sísí, Maí og fleiri báta, var meðeigandi í Fylki, Dagur Halldórsson Reykjavík, var lengi hjá Jóni Ben, Willum Andersen Sólbakka, þekktur skipstjóri í Vestmannaeyjum í tugi ára, var m.a. með Geir goða, Herjólf, Friðþjóf, Gulltopp, Metu og Skógafoss eldri og yngri, en samfleytt var Willum farsæll skipstjóri í 37 ár, frá 1933-1970, Pétur Ísleifsson Nýjahúsi, formaður með Ófeig IVE 217. Hann var mikill fiskimaður, sem sótti stíft og var vaxandi í starfi. Pétur drukknaði ungur með Sigurði Péturssyni frá Siglufirði, Andrés Guðjónsson Berjanesi, A-Eyjafjöllum.