Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Sjómannadagsblaðið 1973-1974

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vestmannaeyjakaupstaður fyrir 30 árum - lýðveldisárið 1944. Ljósm. Kjartan Guðmundsson.
Sjómannadagsblaðið 1973-1974


SJÓMANNADAGSBLAÐ Vestrnannaeyja var ekki gefið út vorið 1973. Mjög óhægt var um vik og Vestmannaeyingar dreifðir vítt um landið. Mikið rót var á fólki og málefnum Eyjamanna á vordögum 1973. Vorið 1974 var prentaraverkfall í landinu, sem tafði og ruglaði alla útgáfustarfsemi. Þetta hefur ásamt öðru valdið seinkun á útkomu blaðsins.
Ákveðið var að gefa blaðið út, þó að það komi út nokkru eftir sjómannadag, sem í ár var haldinn helgur um land allt 9. júní s.l. Í blaðinu er haldið þeim föstu þáttum, sem verið hafa undanfarin ár, auk annarra greina. Sjómannadagsblaðið í ár er því talið 23. og 24. árgangur. Vegna nálægðar þjóðhátíðar verður þetta einnig þjóðhátíðarblað sjómanna í Eyjum og allra Vestmannaeyinga.
Þeim, sem hafa látið efni og myndir til blaðsins eru fluttar þakkir, en ákaflega væri skemmtilegt, ef starfandi sjómenn skrifuðu í blaðið sitt. Í sjómannastétt eru margir, sem geta ritað skemmtilegar frásagnir. Gamlar myndir frá sjávarsíðunni eru ávallt vel þegnar. Það er gaman að skoða gamlar skipshafnarmyndir og eftir gott úthald með góðum félögum og samhentri skipshöfn væri góður siður að láta taka mynd af skipshöfninni. Ástæða til myndatöku þarf ekki nauðsynlega að vera sú, að skipstjórinn hafi orðið afla- eða fiskikóngur. Hér áður fyrr voru myndatökur skipshafna algengari en nú er.
Í tilefni þjóðhátíðarársins hefur verið reynt að vanda sem best til blaðsins og verður blaðið þá jafnframt framlag sjómanna i Vestmannaeyjum til þjóðhátíðar landsmanna árið 1974 í tilefni 1100 ára byggðar í landinu.