Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Heimaey VE 1

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Heimaey VE-1


Í BYRJUN mars bættist myndarlegur bátur í Eyjaflotann, Heimaey VE 1. Eigendur eru Einar Sigurðsson útgerðamaður og Sigurður Georgsson skipstjóri.
Báturinn er 105 rúmtonn, smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri, teiknaður af Ágústi G. Sigurðssyni.
Aðalvél 650 ha M.W.M. 850 sn/mín., 6 strokka. í bátnum eru 2 ljósavélar, 84 hestafla Bukh með tveimur 36 KW ríðstraumsmótorum. Togvinda er með 16 tonna togkrafti, frá Sigurði Sveinbjörnssyni.
Línuspil er með 2 1/2 tonna togkrafti.
Mesta lengd skipsins er 27 metrar, breidd 6,70, dýpt 3,35 m.
Siglingatæki: Kelvin Hughes ratsjá, 64ra sjómílna Atlas-fisksjá 740, Asdic-Simrad, Kod-en miðunarstöð, Enac-loran, Sharp-sjálfstýring, Sailor talstöð — 100 wött, ásamt móttökutæki með sjálfvirkum neyðarsendi, Sailor örbylgjutæki, fjölbylgjutæki — Tryllir.
Það sést af þessu, að skipið er sérstaklega vel útbúið tækjum og er ekkert til sparað.
Heimaey er mjög vel útbúin kælivélum:
Fyrir lest 3ja ha vél 4.500 kcal -25° CC.
Fyrir bjóðageymslu 2ja ha vél 3.400 kcal -25° C.
Fyrir matvæli hálfs hestafla vél.
Innréttingar eru allar mjög vandaðar, svo að vekur athygli. Íbúðir eru fyrir 12 menn, 2 þriggja manna klefar eru frammí., 3 eins manns klefar eru aftur í.
Heimaey er ætluð fyrir línu- og netaveiðar að vetrinum, en togveiðar að sumrinu. Sigurður rótfiskaði á bátínn á liðinni vertíð. en varð þó fyrir því óhappi að kviknaði í bátn-um. Fyrir snarræði og harðfylgi Sigurðar skip-stjóra tókst þó að komast fyrir eldinn og al-varlegt tjón, þó að það kosti útgerðina stórfé vegna tjóns er síðar kom fram, sem afleiðing af brunanum. Vírðist vera fuli þörf að lögletða sjálfvirk úðunar- og kolsýrukerfi í alla. báta eins og nú er lögleitt í vélarrúmum fiskiskipa, sem eru yfir 500 RT. Heimaey varð 3. bátur á vertíðinni með bol¬fiskafla, samtals 709 tonn. Það var sérstaklega ánægjulegt að bátur með nafni okkar fögru Heimaeyjar skyldi fá einkennisstafina VE 1. Við sendum eigendum og skipshöfn beztu árnaðaróskir, og óskum þeim gæfu og gengis á Heimaey.

Að lokum má svo til gamans geta þess, að áður var til Heimaey VE 7. Þetta var 29 tonna bátur, smíðaður úr eik og furu í Danmörku og var Gísli Johnsen eigandi. Það var fyrsti ís-lenzki fiskibáturinn með talstöð og var það mikil nýjung í þá daga, „jafnvel á öllum Norð-urlöndum", skrifar Þorsteinn Jónsson í Alda-hvörf í Eyjum.



Faðir og dóttir.- Sigurður Georgsson skipstjóri og dóttir hans, sem var guðmóðir Heimaeyjar VE 1.- Myndin er tekin, er skipið var sjósett.