Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Decca-Navigator

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Decca-Navigator


Í apríl síðastliðnum komu til Vestmannaeyja góðir gestir, tveir tæknimenn frá brezka fyrirtækinu Decca, sem framleiðir mnagar gerðir siglinga- og mælitækja; þeir R. L. Thomas frá deild fyrirtækisins í London og R. Sleight frá Grimsby, en Sleight mun íslenzkum sjómönnum, er þangað koma, að góðu kunnur. Til Vestmannaeyja komu Decca-mennirnir að ósk Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum; fyrst og fremst til að kynna nemendum staðarákvörðunartækið Decca-Navigator, sem er þakkt víða um heím og nú notað um alla Evrópu.
Fyrirlestrar og kvikmyndir Deccamannanna sýndu, að á þessum sviðum höfum við Íslendingar dregizt mjög aftur úr öðrum fiskveiði- og siglingaþjóðum, þó að við eigum allt okkar undir hafinu í kringum landið.
Í dag eru 38 keðjur sendistöðva í gangi víðs vegar um heim. Í Evrópu eru 22 sendikeðjur, og í nóvember n. k. er áætlað að taka í notkun nýja keðju á Írlandi. Sendikeðja er ein aðalstóð (master), sem sendir út radíóöldur á móti 3 undirstöðvum (slaves) og eru staðarlínurnar hyperbólur, sem eru yfirprentaðar í sjókort.
Árið 1967-1968 settu Norðmenn upp 6 keðjur meðfram allri norsku ströndinni og síðan nær þetta nákvæma siglingakerfi yfir allar strendur meginlands Evrópu, Bretlands og Írlands; allt frá Njörvasundi (Gíbraltar) og norður fyrir Nord Kap, nyrsta odda Noregs. Staðarákvörðun með Decca er mjög nákvæm, allt að 250 sjómílur frá sendistöð að nóttu til og 500 sjómílur að degi til. (Heimild: Kennslubók í siglingafræði O. Johnson og Bryn - Oslo 1969.) Af brezka samgöngumálaráðuneytinu er viðurkennt langdrægi kerfisins 240 sml.
Áður en norska ríkisstjórnin ákvað að setja upp nákvæm (rafeinda) elektrónisk staðarákvörðunartæki, gerðu Norðmenn umfangsmiklar rannsóknir. Í nóvember 1960 var stjórn skipuð 13 manna nefnd til þess að kanna allar leiðir og þörf á því að setja upp þannig stöðvar „fyrir fiskimenn og aðra notendur slíkra tækja“ eins og segir í útnefningu nefndarinnar.
En aðrir notendur eru allir sæfarendur og svo flugmenn. Norðmenn lögðu sérstaka áherzlu á nákvæm staðsetningartæki fyrir fiskveiðiflotann, og var það forsenda rannsókna þeirra.
Norska nefndin skilaði einróma áliti í júni 1961, þar sem mælt var með eftirfarandi:

1. Uppsetningn á 5 Deccakeðjum eins fljótt og mögulegt væri.
2. Að batta við 3 Consol-stöðvum á Andey, Bjarnarey og Jan Mayen.
3. Að setja upp radarsvara og radarspegla á sérlega völdum stöðum á strandlengjunni.
4. Hafrannsáknarstofnun og rannsóknaskip fái Loran C móttökutæki.

Nefndin var þeirrar skoðunar, að uppsetning Decca-stöðva í Noregi, myndi hleypa nýju blóði í sjávarútveginn og þörf nákvæmra staðarákvörðunartækja væri knýjandi nauðsyn. Skýrsla nefndarinnar er mjög merkilegt plagg, unnin á breiðum vísindalegum grunni með útsýn til allra átta. Í skýrslunni eru víða mjög skarplegar athugasemdir og þess má geta, að við skipulagningu og könnun á uppsetningu Decca-stöðva í Perú, var norska skýrslan lögð til grundvallar rannsóknum.
Gaumgæfilega voru kannaðar þarfir eftirtaldra aðila:

1. Fiskiskipaflotans
2. Landhelgisgæzlunnar
3. Sjómælingastofnunar
4. Hafrannsókna og rannsókna á landgrunninu
5. Björgunarþjónustu á sjó og í lofti
6. Heimskautastofnunarinnar
7. Norska flotans
8. Kaupskipaflotans - bæði vegn úthafssiglinga og strandsiglinga
9. Flugsamgangna
Útgerðarmenn og yfirmenn Eyjaflotans kynna sér Decca. - Sitjandi fremst frá vinstri: Óskar Þórarinsson skipstjóri Frá, Sigurjón Óskarsson skipstjóri Þórunni Sveinsdóttur, Kristinn Sigurðsson stýrimaður Andvara (í þungum þönkum), að baki honum sér á Rafn á Gjafari, Kristinn Pálsson útgerðarmaður. - Önnur röð: Ingólfur Matthíasson skipstjóri Haferni, Sævaldur Elíasson stýrimaður Þórunni Sveinsdóttur, að baki þeim Bergvin Oddsson skipstjóri Stíganda, Andrés Þórarinsson stýrimaður, Óskar Matthíasson útgerðarmaður, Guðjón Pálsson skipstjóri og útgerðarmaður Gullbergi, Kristján Óskarsson skipstjóri Emmu, Gunnar Jónsson skipstjóri Ísleifi VE 63, Eiríkur Þorleifsson skipstjóri Jóni Helgasyni, Sigurður Georgsson skipstjóri Heimaey, Gísli Einarsson stýrimaður Ósleifi IV., R Thomas frá DECCA í London, Hilmar Rósmundsson skipstjóri Sæbjörgu.- Þriðja röð frá miðju: Gunnlaugur Ólafsson skipstjóri Ófeigi II, Sigurgeir Ólafsson (Siggi Vídó) skipstjóri Lunda, Haraldur Hannesson skipstjóri Baldri, Eiríkur Sigurgeirsson stýrimaður Lunda, Matthías Guðjónsson skipstjóri Breka. Sér á vanga Sævalds Pálssonar skipstjóra á Berg.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að með nákvæmari staðarakvörðunartækjum og betri fiskikortum myndi nýting landgrunnsins verða margfalt betri; einkum á ytri brúnum landgrunnsins þar sem sérstök skilyrði í sjónum vegna seltu, hitastigs og strauma skapa fiskisæld, og svo á þröngum veiðisvæðum á sjálfu landgrunninu, blettum með góðum botni, en umgirtum steinum og hörzlum.

Nefndin gerði áætlun um betri afkomu á meðaltogskipi vegna betri staðarákvörðunartækja. Miðað var við skip, um 250-300 tonn að stærð, sem kostaði 1 milljón norskra króna (1961) og væri að veiðum í 200 daga.
Niðurstaða þessara athugana varð þannig:

1. Einu togi meira á dag.
2. Títt fleiri úthaldsdagar á veiðum — (nákvæmari, öruggari sigling), og jafngildir þetta 50 hölum (togum).
3. Ein varpa sparast á ári.
4. Minni viðgerðarkostnaður - a. m. k. þremur vörpum færra til viðgerðar.
5. Vegna tímasparnaðar við viðgerðir veiðarfæra úti á miðunum yrðu veiðidagar allt að 5 dögum fleiri yfir árið.

Hér er eingöngu talað um togskip, en við leit og hugsanlega endurleit á síldartorfum, sem standa djúpt er tækið mjög hentugt, til að finna nákvæmlega aftur sama stað.

Norsku Decca-keðjurnar

Sé í dag reiknað með minni afla á togtíma, en hækkandi verðlagi á fiski, má ætla, að þessir útreikningar standist fyllilega. Með núverandi gengi íslenzku krónunnar eru þetta rúmlega 1,6 milljónir íslenzkra króna. Árið 1961, miðað við meðalaflaverðmæti á bát í Noregi 700 þús. NKR, var þetta 18% verðmætisaukning.

Í maí 1968 voru norsku keðjurnar formlega teknar í notkun. Þær kostuðu uppsettar um 50 milljónir norskra króna. Með athugunum á afla- og hagskýrslum norska sjávarútvegsins telja Norðmenn, að á 2 árum hafi afrakstur fiskveiðanna aukizt um 54 milljónir norskra króna eftir að Decca-stöðvarnar voru settar upp. Batnandi hag útvegsins þakka þeir fyrst og fremst betri nýtingu og nákvæmari þekkingu á landgrunninu eftir tilkomu Decca-kerfisins.

Decca-tækið MARK-21 kynnt.- Á myndinni sjást vel vísarnir sem ganga stöðugt á siglingu skipsins eins og vísar á klukku. Frá hægri: R. Sleight, Grimsby, þá L.Thomas, London; túlkur og aðstoðarmaður.

Á sömu forsendu hafa miklar fiskveiðiþjóðir eins og Japanir, Suður-Afríkumenn og Perú-menn sett upp nákvæm staðarákvörðunartæki með ströndum sínum.

Í tillögum sínum lagði norska nefndin áherslu á, að tekið yrði upp staðarákvörðunarkerfi, sem hægt væri að tengja við siglingakerfi nágrannaþjóða, svo að sæfarendur og flugmenn gætu siglt frá einu hafsvæði eða fiskimiðum til annarra og notað sama móttökutæki. Rannsóknir nefndarinnar beindust einnig mikið að þörfum norsku sjómælinganna, bæði á grunnslóðum og á norska landgrunninu við gerð fiski- og botnkorta allt að 70-80 sjómílur frá landi, þar sem nákvæmni verður að vera mikil.
Í þessu skyni var gerður samanburður á Loran A, Loran C, Decca, og Consol. Decca-kerfið hafði mesta nákvæmni þessara staðsetningarkerfa - eða í 100 sjómílna fjarlægð frá ströndum Noregs um 30 metra meðalnákvæmni, sem er mikil svo langt úti (þ. e. innan við skipslengd 200 rúmtonna skips).
Í flugi og þó einkum þyrluflugi og við björgunarstörf er notkun Decca talin einkar hagkvæm og álitin veita mikið öryggi.
Ef við ætlumst til að lög okkar og reglur um fiskveiðilandhelgina verði virt, er nauðsynlegt, að erlend og innlend fiskiskip geti staðsett sig með nákvæmni við 50 sjómílna fiskveiðimörkin, og þá með tækjum og sjókortum, sem sjómönnum eru nærtækust og eru í almennri notkun meðal fiskimanna. Siglingatæki, sem hafa reynst nágrannaþjóðum okkar framúrskarandi vel og arðgefandi, hljóta að reynast okkur Íslendingum á sama hátt.
Með tilkomu Decca-staðarákvörðunartækis, sem einnig má tengja síritandi staðarvísi (Track-Plotter), er sífellt gefur nákvæman stað skips eða flugvélar (á sama hátt og úr eða klukka sýnir okkur stöðugt réttan tíma), þá er trygging gegn óviljandi brotum mjög mikil og sönnun á brotum landhelgisbrjóta mun auðveldari.
Í kynningu sinni á Decca lögðu Englendingarnir sérstaka áherslu á, að Decca-siglingakerfið keppti ekki við staðarákvörðunartæki, sem væru notuð til úthafssiglinga, eins og Loran og Omega (en því má skjóta hér inn í, að Decca-fyrirtækið framleiðir einnig Loran-A/C tæki og er eitt slíkt tæki um borð í r/s Bjarna Sæmundssyni), heldur væri Decca-tækið og þá fyrst og fremst Decca-skrifarinn sérstaklega ætlaður fiskimönnum á nákvæmum togslóðum og svo til nota við sjómælingar eins og fyrr er að vikið.
Nemendur og aðrir gestir gerðu góðan róm að máli gestanna og sýndu tækjunum mikinn áhuga, en margir íslenskir sjómenn hafa kynnst tækinu og notað það við veiðar í Norðursjó. Íslensk fiskiskip svo og breskir togarar hafa notað tækið með góðum árangri við veiðar út af SA-landi (við Hvalsbak), en ágæt ensk fiskikort (Kingfisher) með yfirprentuðum staðarlínum Decca-kerfisins eru til yfir þetta svæði.
Aðspurðir um kostnað á uppsetningu stöðva fyrir miðin hér suðvestanlands, töldu þeir, að hann myndi með einni aðalstöð og 2 undirstöðvum vera um 375 þús. £, en sjálf móttökutækin leigir fyrirtækið á um 300 kr. íslenzkar á dag. Viðhald tækjanna er innifalið í leigu.
Í áætlun um kerfi, sem næði yfir fiskimiðin allt í kringum landið er gert ráð fyrir 4 keðjur.
Tækið hefi ég sjálfur (ritstj.) notað við siglingar og sjómælingar og er notkun Decca-tækjanna ótrúlega auðveld, en staðsetning hárnákvæm. Mikil útbreiðsla Decca og fjölmargir notendur Decca-Navigator bera því sjálfir bezt vitni.
Með stækkun landhelginnar og eflingu togaraflotans verður verndun og jafnframt nýting fiskimiðanna og fiskiskipaflotans sífellt mikilvægari og brýnni. Nákvæmt og auðvelt staðarákvörðunartæki, sem er í almennri notkun fiskveiðiþjóða er okkur Íslendingum því höfuðnauðsyn.
Stórátak verður að gera í sjómælingum á landgrunninu, en góð sjókort eru undirstaða rannsókna og nýtingar náttúruauðlinda landgrunnsins. Decca-kerfið hefur þá nákvæmni, sem nauðsynleg er til að gera sjómælingar á auðveldan hátt og öruggin. Danir mældu allt grunnsævi og landgrunn við Grænland a. m. k. 150 sjómílur út með Decca-kerfi (hreyfanlegu tveggja keðju kerfi). Hið almenna kerfi dönsku keðjunnar notuðu þeir þegar á árinu 1960 við mjög nákvæmar sjómælingar í dönsku sundunum. Deccaskrifarinn VJT einnig notaður við þær sjómælingar.
Á sama hátt og aðrar þjóðir hafa stórbætt hag sinn með nákvæmari staðarákvörðunartækjum, þá munu Íslendingar einnig auka framleiðni og afkastagetu fiskiskipaflotans, þekkingu og allar rannsóknir á landgrunninu, sem er eðlilegur hluti landsins sjálfs, en alltof lítt kannaður enn.

Áfengisvandamálið í skarpri skopsjá- Pumpaðu maður, ætlaru að láta kúnnann þynnast upp?