Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1971/ Menntun sjómanna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Menntun sjómanna


STÝRIMANNASKÓLINN:
SKÓLANUM var slitið laugardaginn 15. maí s.l, lauk þar með 7. starfsári skólans. Í vetur voru 27 nemendur í skólanum, auk þess var á vegum skólans matsveinanámskeið; 7 nemendur luku prófi matsveina. Fiskimannaprófi I. stigs luku 13 nemendur, fiskimannaprófi II. stigs luku 14 nemendur. Samtals hafa því 34 sjómenn fengið yfirmannsréttindi á fiskiskipaflotann í vetur frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum.
Við þessi skólaslit hefur skólinn gefið út 130 stýrimannsskírteini til 110 einstaklinga.
Á heimavist skólans voru í vetur 6 nemendur. Á skólaárinu var farið í leikhús- og kynningarferð til Reykjavíkur. Sáu nemendur leikritin „Þið munið hann Jörund“ og „Kristnihald“ Lax-ness. Þá heimsóttu nemendur veiðarfæragerð Hampiðjunnar h.f. Forstjóri fyrirtækisins, Hannes Pálsson, kynnti og sýndi nemendum fyrirtækið. Þáðu nemendur að lokum góðar veitingar. Þá heimsóttu nemendur DAS, og skoðuðu Dvalarheimilið undir leiðsógn forstjórans og formanns Sjómannadagsráðs, Péturs Sigurðssonar alþm. Tóku þessir menn svo og stjórn heimilisins og Magnús Guðmundsson bryti, höfðinglega á móti nemendum.
Á skólaárinu var stofnað málfundafélag nemenda og hlaut það nafnið Breiðablik. Í 1. grein félagsins var markmið félagsins sett fram:
1. Að efla og styrkja allt, sem varðar stöðu og starf sjómannsins.
2. Að æfa menn í framsögn og fundarstörfum. Kynning bókmennta og annað menningarstarf.
Málfundafélagið hélt nokkra fundi og fékk fyrirlesara. Var m. a. tekið til umræðu menntun sjómanna, mengun Vestmannaeyjahafnar og fiskmat og meðferð fisks. Formaður Málfundafélagsins var Guðmundur Vestmann Ottósson, nemandi í II. bekk.

Mælt með sextanti.


Splæst


Kennt að bæta.


Frá matsveinanámskeiðinu: Sitjandi frá vinstri: Ármann Eyjólfsson skólastjóri, Sigurgeir Jóhannsson aðalkennari og Helgi Bernódusson kennari. Standandi frá vinstri: Haraldur Þórarinsson, Oddur Guðlaugsson, Ólafur Runólfsson, Ole Gaard Jensen, Björn Guðmundsson, Gísli Guðjónsson og Magnús Sveinsson.


Góð tilbreytni og má segja viðbót við námsskrána var, að í byrjun marsmánaðar fóru nemendur hvors bekkjar einn dag út með hafrannsóknarskipinu Hafþóri og æfðu notkun fiskileitar- og siglingatækja, svo og köstun nótar, en kastað var flotlínu utan um tilbúið endurvarp. Einnig voru í túrnum könnuð mörg grunn og bleyður hér við Eyjar, eins og Rófuboði, Hvítbjarnarboði, Bessi o. fl. Í ferðum þessum nutu nemendur sérstakrar alúðar Gunnars heitins Pálssonar skipstjóra og áhafnar hans á Hafþóri og leiðbeindi Gunnar af mikilli lipurð og þekkingu.
Skólastjóri þakkar forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar, Jóni Jónssyni fiskifræðingi, þann velvilja að lána skipin til þessara æfinga.

Sem kunnugt er hafa nemendur Stýrimannaskólans hér fengið ágætis kennsluferð með Lóðsinum, en hafrannsóknaskipin hafa það fram yfir Lóðsinn, að hægt er að æfa meðferð veiðarfæra og fiskileitartækja um borð.
Nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík fóm einnig út með skipum Hafrannsóknarstofnunarinnar. Verður ekki of rík áhersla lögð á hve ferðir þessar eru gagnlegar og mikilsverðar nemendum. Er hér kominn ágætur vísir að skólaskipum.
Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur kom á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar stuttu fyrir páska og hélt mjög fróðlega fyrirlestra um botnvörpur og veiðarfæragerð.
Við skólaslitin bárust skólanum góðar gjafir. Bræðurnir Björn og Tryggvi Guðmundssynir gáfu 15.000 kr. í minningarsjóð um foreldra sína, hjónin í Miðbæ Áslaugu Eyjólfsdóttur og Guðmund Eyjólfsson. Þeir bræður stofnuðu sjóð þennan með 50.000 kr. gjöf árið 1968, en hafa síðan á hverju ári bætt í sjóðinn, auk þess sem fleiri aðilar hafa gefið til sjóðsins. Er hann nú með vöxtum nálægt 100.000 kr. og mun á næstunni verða gerð skipulagsskrá sjóðsins. En tilgangur hans er að styrkja efnalitla sjómenn til náms í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum.
Þá gaf Friðfinnur Finnsson 2.500 kr. í verðlaunasjóð þeirra hjóna, og er sá sjóður nú rúml. 20.000 kr. en árlega eru veitt verðlaun úr sjóðnum til nemenda, sem sýna sérstaka ástundun og reglusemi við nám í skólanum.
Auk þessara sjóða eru við skólann sjóður Jóhanns Pálssonar skipstjóra, sem hann gaf 10.000 kr. til við skólaslitin í fyrra, svo og tækjasjóður, sem að stofnfé var gjöf hjónanna í Gerði, Sigurfinnu og Stefáns Guðlaugssonar.
Einnig hafa skólanum borist margar minni gjafir sem vitna um góðan hug, t. d. bókagjöf frá Guðrúnu Scheving í Heiðarhvammi, mynd frá Einari Hauk Eiríkssyni skattstjóra, svo og mynd frá stjórn DAS í Reykjavík, bókagjöf frá Magna Kristjánssyni skipstjóra á mb. Barða, Neskaupstað o. fl. Þakkaði skólastjóri þessar góðu gjafir og velvild á skólaslitum.

Fiskimannaprófi 2. stigs luku:
Atli Einarsson, Björn Alfreðsson, Bragi Fannbergsson, Eiríkur Þorleifsson, Gísli Kristjánsson, Guðmundur Guðlaugsson, Halldór Almarsson, Hjörleifur Alfreðsson, Kristján Adólfsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Sigurð-ur Magnússon, allir frá Vestmannaeyjum, Guð-mundur Matthíasson, Seyðisfirði, Guðmundur Vestmann Ottósson, Neskaupstað, og Sigurpáli Einarsson, Grindavík.
Hæstu einkunn á prófinu hlaut Atli Einarsson, Vestmannaeyjum, 170 1/3 stig, eða 7,41, sem er ágætiseinkunn, en hæst er gefið 8. Annar vai Sigurpáll Einarsson, Grindavík, með 169 1/3 stig eða 7,36, einnig ágætiseinkunn. Þriðji var Gísli Kristjánsson, Vestmannaeyjum, með 7,12, sem er mjög góð 1. einkunn, og þá Guðmundur Vestmann Ottósson, Neskaupstað, með 7,00.
Hæstu einkunn í siglingafræði hlaut Sigurpáll Einaxsson, 45 1/3 stig af 48 mögulegum.
Við skólaslitin var hæstu nemendum veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur og ástundun í námi.
Einar Sigurðsson útgerðarmaður og frystihúsaeigandi hér hefur frá því árið 1966 gefið forkunnarfagran veggskjöld sem verðlaun fyrir hæstu einkunn og er fyrirmyndin alltaf sitt hver myndin héðan frá sjávarsíðunni í Vestmannaeyjum. Afhenti Friðfinnur Finnsson Atla skjöldinn, en auk þess fékk hann frá skólaum bókaverðlaun og síðar mun hann fá áletraða bókapressu Sjóvá og svo á Sjómannadaginn hin glæsilegu verðlaun skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda - Verðandaúrið. Sigurpáll fékk vandaða landabréfabók og fyrir hæstu einkunn í siglingafræði bókina Hafísinn.

Stýrimenn, sem luku fiskimannaprófi 2. stigs 1971, ásamt skólastjóra. Fremsta röð talið frá vinstri: Björn Alfreðsson; Kristján Adólfsson, Ármann Eyjólfsson skólastjóri, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Gísli Kristjánsson. 2. röð: Hjörleifur Alfreðsson, Sigurpáll Einarsson, Sigurður Magnússon, Atli Einarsson. Efsta röð: Halldór Almarsson, Guðmundur Guðlaugsson, Bragi Fannbergsson, Guðmundur Matthíasson, Guðmundur Vestmann Ottósson, fyrir framan hann Eiríkur Þorleifsson.


Fiskimannaprófi 1. stigs luku:
Guðmundur Sigurðsson, Reykjavík, Hermann Ragnarsson, Húsavík, Hólmar Víðir Gunnarsson, Breiðdalsvík, Jóhann Halldórsson, Vestm., Jóhann Runólfsson, Vestm., Kristján Guðmundsson, Ísafirði, Ólafur Guðjónsson, Vestm., Pálmi Pálsson Breiðdalsvík, Sigurður Bjarni Hjartarson, Ísafirði, Sveinn Ingi Pétursson, Vestm., Sverrir Gunnlaugsson, Vestm., Yngvi Geir Skarphéðinsson Vestm., Þórarinn Ingi Ólafsson, Vestm.
Prófum fiskimannaprófs 1. stigs lauk 31. mars.
Hæstu einkunn við fiskimannapróf 1. stigs hlaut Þórarinn Ingi Ólafsson, Vestmannaeyjum, 7,04, sem er mjög góð 1. einkunn, Hermann Ragnarsson, Húsavík, 6,98 og Sverrir Gunnlaugsson, Vestmannaeyjum, 6,82.
Verðlaun úr verðlaunasjóði frú Ástu Sigurðardóttur og Friðfinns Finnssonar fyrir sérstaka reglusemi og ástundun við námið hlutu:
Úr I. bekk: Hermann Ragnarsson.
Úr II. bekk: Björn Alfreðsson.
Prófdómarar við fiskimannaprófin í siglingafræðifögum voru Róbert Dan Jensson, Reykjavík, og Angantýr Elíasson, skráningarstjóri, Vestmannaeyjum. Auk þeirra dæmdu prófin Einar H. Eiríksson, Einar Guttormsson, Hörður Bjarnason, Kjartan B. Kristjánsson, Einar Guðmundsson, Örn Aanes og Jón Hjaltason hrl., sem var formaður prófnefndar.
Kennarar við Stýrimannaskólann í vetur voru, auk skólastjóra, Steingrímur Arnar, sr. Þorsteinn Lúther Jónsson, Hermann H. Magnússon, Brynjúlfur Jónatansson, Örn Bjarnason, Jón Kr. Óskarsson, Sigurður Ingi Ingólfsson, Hallgrímur Þórðarson, Jón Einarsson, Ólafur Jónsson, Sigmundur Böðvarsson.
Efsti nemandi skólans við fiskimannapróf 2. stigs í fyrravor (1970) var Sævaldur Elíasson, Varmadal, með 7,73. Hann lauk nú í vor farmannaprófi 3. stigs og náði þá sérstaklega góðum árangri. Náði hann hæstu einkunn þeirra (31), er gengu undir farmannapróf 3. stigs. Sævaldur fékk 7,56, sem er mjög góð ágætiseinkunn.
Meðal fjölda verðlauna fékk Sævaldur hin glæsilegu verðlaun Eimskipafélags Íslands „Farmannabikarinn“.

Læknir; hann hefur verið svona síðan hann lauk við Stýrimannaskólann.


Vélskóli Íslands í Vestmannaeyjum:
Með liðnum vetri er brotið blað í vélstjóramenntun í Vestmannaeyjum. Luku 10 nemendur í fyrsta skipti hér vélstjóraprófi II. stigs, sem veitir 1000 ha réttindi á fiskiskip.

Nemendur og kennarar í II. bekk Vélskóla Íslands í Vestmannaeyjum veturinn 1970-1971. Fremri röð, kennarar: Sigmundur Böðvarsson, Kristján Þór Kristjánsson, Jón Einarsson forstöðumaður, sr. Þorsteinn L. Jónsson, Hermann H. Magnússon, Sveinbjörn Guðlaugsson. Aftari röð, nemendur: Halldór Waagfjörð, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Ó. Gunnarsson, Ragnar Guðjónsson, Guðjón Rögnvaldsson, Arnar Einarsson, Gísli Eiríksson, Guðmundur Arnar Alfreðsson, Ólafur Matthíasson, Ingólfur Geirdal, Róbert Hallbjörnsson.


Getur nú skólinn fullnægt þörfum og kröfum fiskiskipaflotans hér um menntun vélstjóra.
Vélstjóraprófi I. stigs (500 ha. réttindi) luku 15 nemendur.
Skólinn var settur 15. sept. s.l. og var slitið 28. maí s.l. Hófu 28 nemendur nám í skólanum.
Vélstjóraprófi I. stigs luku: Baldvin S. Baldvinsson, Bergmundur Sigurðsson, Erlingur Pétursson, Finnbogi M. Gústafsson, Guðmundur Einarsson, Gústaf Ó. Guðmundsson, Rögnvaldur Gísli Einarsson, Helgi Hermannsson, Jón A. Sigurjónsson, Jens Oddsteinn Pálsson, Kristján Birgisson, Kristján Sigmundsson, Leó Óskarsson, Stein I. Henriksen, Símon Þ. Waagfjörð. (Því miður náðist ekki í mynd af hópnum og verður hún að bíða næsta blaðs.)
Til að ná framhaldseinkunn upp í II. stig verður að fá 1. einkunn, sem er yfir 6, en hæst er gefið 10. Náðu því 10 nemendur.
Hæstu einkunn á vélstjóraprófi I. stigs hlaut: Gústaf Ó. Guðmundsson, 8,37, næstur var Helgi Hermannsson með 8,16, og Kristján Birgisson með 7,90.
Í vélfræði er prófað skriflega og verklega. Hlaut Baldvin S. Baldvinsson hæsta einkunn, 34,6 stig af 40 mögulegum.

Fiskimannapróf 1. stigs 1971. Sitjandi kennarar: Brynjúlfur Jónatansson, sr. Þorsteinn L. Jónsson, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri, Steingrímur Arnar kennari, Hallgrímur Þórðarson kennari. Talið frá vinstri:Jóhann Halldórsson, Jóhann Runólfsson, Hólmar Víðir Gunnarsson, Sveinn Ingi Pétursson, Ólafur Guðjónsson, Sigurður Pálmi Pétursson, Guðmundur Sigurðsson, Sverrir Gunnlaugsson, Yngvi Geir Skarphéðinsson, Hermann Ragnarsson, Sigurður Bjarni Hjartarsson, Kristján Guðmundsson, Þórarinn Ingi Ólafsson.


Véstjóraprófi II. stigs luku: Arnar Einarsson, Guðmundur Arnar Alfreðsson, Guðjón Rögnvaldsson, Gísli Eiríksson, Hjálmar Guðmundsson, Ingólfur Geirdal, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Matthíasson, Ragnar Guðjónsson og Sigurður Ó. Gunnarsson.
Hæstu einkunnir hluni: Guðmundur Arnar Alfreðsson, 8,91. Hann var einnig hæstur í vélfræði með 34,7 stig. Ólafur Guðmundsson, 8,53. Ingólfur Geirdal, 8,45. Nokkrir nemendur hyggja á framhaldsnám í III. bekk í Reykjavík næsta vetur.
Aðalprófdómarar við prófið voru vélstjórarnir Örn Aanes og Gunnar Ólafsson. Aðstoðarprófdómarar voru Hörður Bjarnason og Haukur Guðmundsson rafmagnseftirlitsmaður.
Aðalkennari Vélskólans auk skólastjórans, Jóns Einarssonar, er Róbert Hafsteinsson. Vísasts til ágætrar yfirlitsgreinar á bls. 61 um starfsemi Vélskólans, eftir einn nemanda í II. bekk skólans, Ólaf Guðmundsson.

Matsveinanámskeiðið:
Hinn 15. janúar s.l. lauk matsveinanámskeiði því, sem hófst hér í Vestmannaeyjum haustið 1969.
Á fyrrihluta námskeiðsins voru 15 nemendur og var sá hluti eingöngu verklegur, og náðu 13 nemendur framhaldseinkunn. Síðari hluti námskeiðsins hófst 15. sept. s.l. og var kennsla bókleg og verkleg.
Bókleg kennsla var í ensku, reikningi og matreiðslu. Námskeiðið var haldið á vegum Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum og Matsveina- og veitingaþjónaskóla Íslands.
Sigurgeir Jóhannsson sá um verklega kennslu í matreiðslu. Fór kennslan fram í eldhúsi matstofu Ísfélagsins, sem rekið er í sambandi við sameiginlega matstofu frystihúsanna hér í bæ.
Bókleg kennsla var í Stýrimannaskólanum.
Prófið var verklegt og bóklegt. Prófdómari í verklegri og bóklegri matreiðslu var Magnús Guðmundsson bryti á Hrafnistu, sem er fastur prófdómari við Matsveinaskólann í Reykjavík. Í bóklegum greinum var Einar H. Eiríksson skattstjóri prófdómari.
Fullgildu matsveinaprófi luku 7 nemendur og fá þeir samkvæmt lögum um matsveini á farskipum og fiskiskipum réttindi til að vera matsveinar á fiskiskipum og flutningaskipum, sem eru 100 rúmlestir brúttó eða stærri og á farþegaskipum upp að 800 rúmlestir. (T.d. er Herjólfur 495 rúmlestir brúttó). Fyrir þá, sem ætla sér að ná réttindum bryta og ljúka 4ra ára námi við Matsveina- og veitingaþjónaskólann í Reykjavík, styttir þetta námskeið námið um 8 mánuði.
Námskeiðið er hið fyrsta sem haldið er utan Reykjavíkur og útskrifar matsveina með fullum réttindum.
Hæstu einkunn á námskeiðinu hlaut Ólafur Runólfsson, Fjólugötu 11. Fékk hann 8 í meðaleinkunn, en í bóklegri matreiðslu fékk hann 10, en í verklegri matreiðslu 9,5.
Aðrir að einkunn og jafnir voru: Björn Guðmundsson, Kirkjuvegi 88, og Magnús Sveinsson, Hvítingavegi 10, með 7,8.
Aðrir sem luku prófi voru: Gísli Guðjónsson, Heiðarvegi 49, Haraldur G. Þórarinsson, Miðstræti 16, Oddur Guðlaugsson, Lyngfelli, og Ole Gaard Jensen.
Skólastjóri Matsveinaskólans, Tryggvi Þorfinnsson, og prófdómari í verklegum fögum lýstu ánægju sinni með prófið og frammistöðu nemenda.
Áformað er að áframhald verði á þessari nauðsynlegu kennslu í þágu fiskiskipaflotans hér og verði byrjendanámskeið á næsta hausti. Hefur verið ætlað fé til þessa á næstu fjárhagsáætlun bæjarins, en Vestmannaeyjabær styrkti námskeiðið.
Auk framlags bæjarins er svo ákveðið þátttökugjald hvers nemanda og frystihúsin létu ókeypis í té not af húsnæði og tækjum í sam-eiginlegu mötuneyti þeirra.

Fiskvinnsluskóli:
Síðastliðinn vetur voru á Alþingi samþykkt lög þess efnis að koma á fót fiskvinnsluskóla á Íslandi. Var það vonum seinna. Í lögum þessum var sérstaklega tekið fram, að koma skyldi á fót fiskiðnskóla í Vestmannaeyjum. Standa vonir til að úr þessu verði á næsta hausti.

Skóli sjávarútvegsins:
Nokkrir aðilar hafa rætt og komið fram með þá tillögu, að bókleg kennsla allra skóla sjávarútvegsins hér í bæ verði í einni stofnun og sama húsnæði. Er augljóst hvert hagræði er af slíku og eflir hver sérgreinin aðra. Er þetta í raun og veru sjálfsagt mál, að byggja eina myndarlega byggingu og til frambúðar yfir þessa skóla.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti samhljóða hinn 9. október s. l. svohljóðandi tillögu þessu að lútandi:
„Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir í samráði við viðkomandi ráðuneyti að gera frumuppdrætti og kostnaðaráætlun fyrir Stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum á áður umtöluðum stað austur á Skansi (Miðhúsalóð), þá verði í bygginguni einnig gert ráð fyrir vélstjóraskóla, matsveinaskóla og fyrirhuguðum fiskvinnsluskóla og heimavistaraðstöðu í byggingunni fyrir tiltekinn fjölda nemenda eftir því sem nauðsynlegt kann að þykja.“
Hér er verðugt verkefni fyrir sjómenn og alla Vestmannaeyinga að vinna að.