Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Sjómannaheimili og böð við Vestmannaeyjahöfn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannaheimili og böð við Vestmannaeyjahöfn


Hinn 15. janúar sl. var hér opnuð sjómannastofa í húsi KFUM & K, en félagið hefur rekið sjómannastofu í smáum stíl sl. 40 ár. Rekstur stofunnar bjó öll þessi ár við ófullkomin skilyrði, og sóttu einkum Færeyingar þessa stofu. Veitti færeyskur maður, Esmar Jakobsen frá færeyska sjómannatrúboðinu, stofunni forstöðu yfir veturinn.
Færeyingar gáfu 300.000 króna framlag til stækkunar þessarar sjómannastofu, og ákvað KFUM & K að fara af stað með byggingu þá, sem sjómannastofan hefur nú flutt í. Hefur félagið lagt fram eigið fé til þessarar byggingar, sem kostar nú orðið 1,2 milljónir kr. Máltækið segir, að þess skuli getið, sem gert sé, en framlag ríkis og bæjar til sjómannastofu í Vestmannaeyjum er þó þannig, að með eindæmum er og báðum aðilum til skammar, þegar það er hugleitt, að hingað koma þúsundir sjómanna allt árið. Hefur alltaf verið full þörf og er enn fyrir fullkomna sjómannastofu hér í næsta nágrenni hafnarinnar. Í þessu sambandi má geta þess, að árið 1967 komu um 400 verzlunarskip til Vestmannaeyja, yfir 100 togarar, og rúmlega 1100 fiskiskip, samtals 1625 skip hinna ýmsu tegunda. Ef gert er ráð fyrir 10 mönnum á hverju skipi til jafnaðar, eru þetta yfir 16 þús. sjómenn. Má nærri geta, hvort allir þeir sjómenn sem eru á skipum þessum þurfa ekki oft á ýmiss konar fyrirgreiðslu og þjónustu að halda.

Sjómannastofan „Vík“ Keflavík.
Séð yfir skemmtilegan sal Sjómannastofunnar „Víkur“.
Glæsilegur Salur fyrir Sjómenn, sem koma til Eskifjarðar.

Fyrir bæjarfélag sem Vestmannaeyjar hlýtur það að vera mikilvægt, að sjómenn beri bænum það orð, að hingað sé verulega gott að koma, og eftir tilkomu sjómannastofu KFUM & K munu þeir vissulega segja, að hingað sé betra að koma en verið hefur, en enn þá stöndum við því miður öðrum úrgerðarbæjum langt að baki í þessu efni.
Á fjárlögum 1968 var gert ráð fyrir 800.000 kr. framlagi ríkisins til sjómannastofa gegn ⅔ annars staðar frá. Af þessari úthlutun fékk Sjómannastofa KFUM & K í Vestmannaeyjum 30.000 kr. (þrjátíu þúsund krónur), en við sömu úthlutun fékk Sjómannastofan Vík í Keflavík 250.000 kr., Neskaupstaðir 240.000 kr., Eskifjörður 240.000 kr. og Fáskrúðsfjörður 40.000 kr. Sem sé minnst framlag til Vestmannaeyjastofunnar. Á móti þessu framlagi lagði svo bæjarsjóður 60.000 kr., og þar með var það mál afgreitt. — En spurningin er: hvers eiga Vestmannaeyingar og sjómenn, sem hingað koma, að gjalda í þessum efnum hjá 5 manna úthlutunarnefnd Félagsmálaráðuneytisins, sem skipuð er fulltrúum frá FFSÍ, LÍÚ, samtökum síldarsjómanna og Sjómannasambandi Íslands?
Vestmannaeyingar munu eiga fulltrúa í öllum þessum heildarsamtökiun, og væri fróðlegt að fá að vita, hvað hefur ráðið afstöðu nefndarinnar í þessu máli. Hversvegna sitja Vestmannaeyingar ekki við sama borð og aðrir sambærilegir staðir? Enn óskiljanlegri er þó samanburðurinn við fámennari staði, þar sem lítið er um skipakomur.
Auk framangreindra fjárhæða hafa félagasamtök í bæniun styrkr KFUM & K í þe'ssu srarfi með fjárframlögum. Á liðnum vetri gaf EykyndiIL 30.000 kr. og Kvenfélag Landakirkju 10.000 kr. ril sjómannasrofunnar. En það segir sig sjálfr, að hér má miklu berur, ef vel á að vera. Skuld félagsins vegna byggingarinnar er 400.000 kr., og það er ekkert réttlæti, að byggingu sjómannastofu hér í bæ sé komið á fámennt og fátækt félag. Fullkomin sjómannastofa hér er allra mM, og hefur rekstux sjómannastofu KFUM & K í vetur bezt sannað, hver þörf hefur verið á sjómannastofu hér í Eyjum, en um miðjan apríl höfðu 1500 gestir skráð sig í gestabók stofunnar. Er þar hlýlega tekið á móti gestum af forstöðumanni stofunnar, Steingrími Benediktssyni fyrrv. skólastjóra, en stofan er opin dag hvern frá kl. 14 til 22. Eru húsakynni hin vistlegustu, svo langt sem þau ná. A efri hæð er baðherbergi, eldhús húsvarðar og stofa, þar sem gestir geta skrifað bréf í rólegheitum, en á neðri hæð er setustofa. Liggja öll dagblöð frammi í setustofunni, og þar er sjónvarp; ennfremur er hægt að leika „bobb". Af veitingum geta gestir aðeins fengið keypta kalda drykki (öl, o.s.frv.).
Ef sjómannastofa KFUM & K er borin saman við aðra útgeðarbæi, t.d. stofurnar í Keflavík og Neskaupstað, þá verður sá samanburður okkur mjög óhagstæður. Á þessum stöðum eru sjómannastofurnar stór og stæðileg hús í næsta nágrenni hafnarinnar með björtum og glæsilegum salarkynnum, og þar er auk gosdrykkja hægt að fá heitan mat, kaffi og mjólk með góðu meðlæti, oftast heimabökuðu, eins og pönnukökur með rjóma og fleira þess háttar. Er þetta nauðsynlegt á hverju sjómannaheimili, auk þess sem það er mjög æskilegt að hafa eitthvert gistirými.
Ég, sem þessar línur rita, álít, að bæjaryfirvöld hér hafi með litlum glæsibrag velt yfir á fátæka hugsjónamenn þeirri ábyrgð og skyldu að koma hér upp og reka af myndarskap nýtízkulegt sjómannaheimili. Í þessu sambandi má geta þess, að sjómannastofan Vík í Keflavík kostaði tæpar 4,3 milljónir króna, og sameinuðust hin ýmsu félagasamtök undir forystu bæjaryfirvalda, um að kaupa húsið og búa það tækjum. Var bæjarsjóður Keflavíkur þar langstærsti aðilinn og hefur lofað áframhaldandi styrk, sem gert er ráð fyrir að verði 400.000 kr, á ári. Auk þessa hefur Landshafnarnefnd styrkt stofuna með 100.000 kr. og lofar sama styrk árið 1969. - Þannig er styrkur ríkisins til sjómannastofunnar í Keflavík 350.000 kr. árið 1968. Eru sjómenn á Suðurnesjum og aðrir, sem þá sækja heim, áreiðanlega vel að því komnir, en á sama tíma var til sams konar þjónustu hér veitt 30.000 kr. (þrjátíu þúsund krónur).
Sjómannastofa KFUM & K er merkur áfangi í bættri aðbúð sjómanna hér, en hingað til hefur það ekki verið bænum vanzalaust að geta ekki boðið sjómönnum upp á eitthvert afdrep. En stefna ber að því að koma hér upp sérstakri byggingu fyrir sjómannaheimili í næsta nágrenni hafnarinnar, en mjög mikilvægt er, að þannig stofnun sé sem næst bryggjunum.
Fyrsti áfangi slíkrar byggingar gæti verið einnar hæðar baðhús, t.d. á flötinni innan Friðarhafnar. Yrði baðhús við höfnina sérstaklega til hagræðis og hollustu sjómönnum á minni bátunum. Það er öllum kunnugt, að við síðasta þátt sjóferðarinnar, löndunina, svitna menn oft duglega, og er það þá ómetanleg hressing að geta fengið gott bað. Aðstaða til þess er engin á minni bátunum. Þá ættu menn einnig að geta fengið geymd þarna betri föt sín og síðan að loknu baði geta gengið snyrtilegir heim frá sínu starfi. Þarna þyrftu einnig að fást blöð, tóbak, hlífðarföt og ýmislegt annað, sem sjómenn vanhagar um. Viðstaða báta í höfn yfir hávertíð og í aflahrotum er venjulega svo stutt, að ekki er nokkur leið fyrir menn að komast nema rétt upp á bryggju, hvað þá lengst upp í bæ. Þetta kannast allir ósköp vel við. Í landlegum myndi slík baðstofa létta mjög á sjómannastofu þeirri, sem fyrir er, en framtíðarlausn þessara mála hlýnir að vera sambærilegt húsnœði og aðstaða og annars staðar er á landinu. Ef bæjar- og hafnaryfirvöld í Vestmannaeyjum sýndu þessu máli áhuga, ætti að vera tiltölulega auðvelt að reisa baðhús inni í Friðarhöfn, þar sem mest er umferð skipa. Skammt frá var fyrir nokkrum árum boruð djúp hola vegna vatnsleitar. Lítils háttar heitt vatn kom úr holu þessari, nægilegt fyrir upphitun sundlaugar eða baða þarna í nánd.
Þessar hugleiðingar og tillögur um aukna og bætta þjónustu fyrir sjómannastéttina læt ég nægja að sinni, en forgöngu og fórnfúst starf KFUM & K fyrir sjómannastofu í Vestmannaeyjum ber öllum að þakka. Sjómenn og samtök þeirra munu minnast brautryðjendastarfs félagsins, sem hefur reynzt bæjarbúum brýning til bættrar þjónustu við sjómenn. Á sjómannastofa KFUM & K að verða upphafið að fullkomnu sjómannaheimili hér við hófnina, sem býður upp á alla þá þjónustu, sem slíkar stofnanir veita.
G. Á. E.