Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1967/Ályktun íslenzkra útgerðarmanna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
ÁLYKTUN ÍSLENZKRA ÚTGERÐARMANNA


„Það er óhjákvæmilegt fyrir alla landsmenn að gera sér grein fyrir því, að án sjávarútvegs getur íslenzka þjóðin ekki verið, og nægir í því sambandi að benda á, að af útflutningsverðmæti þjóðarbúsins voru sjávarafurðir 91,8% 1964 og 94,6% 1965.
Það er þjóðinni fullkomin lífsnauðsyn að sjávarútvegurinn ekki aðeins starfi með fullum afköstum, heldur og að hann standi föstum fótum fjárhagslega.
Þegar skipt er upp meiru en aflað er, hlýtur það að segja til sín, þjóðarheildin hefur krafizt meira af sjávarútveginum en hann hefur getað í té látið, og verður það því krafa okkar útvegsmanna að leiðrétting fáist.“