Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Vetrarvertíðin í Vestmannaeyjum 1966

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vetrarvertíðin í Vestmannaeyjum 1966


Vetrarvertíðin árið 1966 einkenndist af mikilli ótíð og ógæftum og lítilli fiskigengd. Gengu á sífelldar austan og norðaustan áttir, sem eru taldar engar fiskiáttir, en góðviðrissjóveður til leitar á fiski kom örsjaldan. Er liðin vertíð í lakara lagi og afli langt fyrir neðan það, sem hefur verið undanfarnar vertíðir.
Margt hefur nú tekið breytingum frá því, sem áður var á vetrarvertíð. Veiðarfærin fjölbreyttari en var og oftar skipt um veiðarfæri. Aðeins 12 bátar reru með línu á vertíðinni. Um 80 bátar gengu hér á vertíð. Talsverð breyting og flutningur var á bátum fyrir þessa vertíð eins og alltaf.
Af bátum, sem ekki gengu þessa vertíð, og ýmist eru seldir í burt eða ónýtir, skal telja: Þórunni, Atla, Sídon, Sjöfn, Guðbjörgu, Kap I, Kára. Einn bátur fórst á vertíðinni, en mannbjörg varð. Var það m.b. Eyjaberg, sem strandaði á Faxaskeri 7. marz. Hið glæsilegasta skip, 94 tonn að stærð.
Nýir bátar á vertíð voru: Vörður, Hávarður, Dagrún, Sigurður, Fiskaskagi, Andvari, Ingiber Ólafsson, Ver, Kópur og Hannes lóðs.
Afli í net var alla vertíðina mjög tregur, á línu allsæmilegur, þorsknótaveiðin brást alveg fyrri hluta vertíðar, en um miðjan apríl gaf fiskur sig til í það veiðarfæri vikutíma, afli í botnvörpu var sæmilegur, og síðari hluta vertíðar góður og oft prýðilegur.
Þessa vertíð aflaðist mikið af loðnu, og er þetta önnur vertíðin, sem loðnuveiði er stunduð almennt af nótabátum.
Vertíðin byrjaði með roki og stórsjó, en um miðjan janúar fengu nokkrir bátar síld austur í bugtum, í Skeiðarárdýpi, en sjómenn voru sammála um, að síldarmagn þar væri minna en verið hefði. Nokkuð var saltað af aflanum og fryst eins mikið og tök voru á, hitt fór í bræðslu. Alls voru saltaðar um 4000 tunnur. Eftirtaldir aðilar söltuðu síld:


Enginn ufsi fékkst að ráði í net þessa vertíð eins og vertíðina 1965. Helzt var, ef ufsi slæddist með í sildarnót og lönduðu síldarbátar 170 lestum fyrri hluta janúar.
Tveir bátar, Reynir og Gulltoppur, voru með þorsknót fyrri hluta vertíðar, en afli var enginn.
Um 20. febrúar fengu nótabátar Iandburð af loðnu, og tví- og þrísóttu sumir. Var þetta önnur loðnuganga vertíðarinnar og mun kröftugri en sú fyrri.
Um miðjan febrúar höfðu komið á land 62 þús. tunnur af loðnu. Hélzt óhemjuafli í loðnunót út allan febrúar.
Hæstu línubátar voru í lok febrúar með um 100 tonn, togbátar um 70 tonn. Netin voru á þessum tíma steindauð. — Í lok mánaðarins höfðu síldarverksmiðjurnar hér tekið á móti 260 þús. tunnum af loðnu.
Heildarbolfiskafli í febrúarlok var frá áramótum 2.800 lestir, en var árið áður 7.900 lestir.


Hæsti bátur í lok febrúar var Skálaberg með 170 tonn og veiddi með línu og net. Sæbjörg var næst með 117 tonn á línu. Mestan loðnuafla í lok febrúar hafði Gjafar, 22.300 tunnur.

Marzmánuður byrjaði með austan roki og voru gæftir stirðar, afli rýr, bátur og bátur rak þó í afla, t. d. Stígandi í botnvörpu 37 tonn 10. marz. Einnig urðu netabátar vel varir sama dag og fengu margir 20—35 tonn í róðri.
Um miðjan marz voru bátar almennt komnir með net og skiptu margir togbátar um veiðarfæri og tóku net, var þá aðeins Þristur einn eftir línubáta.
Heildarvertíðaraflinn af bolfiski í marzlok var 10.800 lestir, en vertíðina 1965 17.500.
1. apríl voru 6 bátar komnir með yfir 300 Iestir. Var Skálaberg, skipstjóri Trausti Magnsson, hæst með 410 lestir.
Fyrstu helgina í apríl ráku nokkrir bátar í síld hér alveg við bæjardyrnar, og tvísótti m.b. Ófeigur II, að Elliðaey þann 3. apríl og fékk um 2000 tunnur þann dag. Var þetta falleg síld og fór í frystingu.
Þá breytti um veður sem oftar, og miðvikudaginn fyrir skírdag var stórviðri af suðaustri, 10—12 vindstig og landlega.
Páskahrotan brást alveg, en páskadag bar upp á 10. apríl.
15. apríl höfðu 16 bátar fengið yfir 300 tonn, og var Skálaberg enn hæst með 550 tonn. Þorsknótabátar urðu vel varir og fékk m.b. Seley (skipstjóri Gísli Jónasson) 80 tonn austur í bugtum. Hinn 16. apríl var svo landburður hjá þorsknótabátum, landaði þá Meta 100 tn., Halkion 95 tn., Huginn 90 tn. o. fl. mjög góðum afla. — Aflaðist upp úr þessu mjög vel í þorsknót, en afli í net var tregur. Skárstur afli var hjá þeim, sem voru með net sín austur í bugtum, Hannes lóðs (Sveinn Hjörleifsson). Togbátar rótfiskuðu, einkum ýsu.


Upp úr 1. maí varð afli mjög tregur í önnur veiðarfæri en botnvörpu og orðið „lokalegt“.

Vertíðaraflinn og nýting hans:
Í svigum eru aflatölur frá vertíðinni 1965, en þær voru teknar til 15. maí.
Bolfiskur lagður á land í Vestmannaeyjum frá 1. jan. til 1. maí 1966: 24.600 lestir (1/5 '65 36.800). Er bolfiskafli rúml. 33% minni en í fyrra.


Opnir bátar — trillur — gengu 5. Hæstur var Sigurjón í Hraungerði á Sleipni með um 30 tonn. Reri með línu og handfæri.
Aflahæstu bátar (afli upp úr sjó, bátarnir fengu aflann í nót, línu og net:


Til samanburðar má geta þess að 15. maí í fyrra voru 7 bátar með yfir 700 tonna afla, en árið áður, vertíðina 1964 37. Er munurinn geigvænlega mikill á bolfiskaflanum.


Móttaka á aflanum skiptist þannig frá 1. janúar — 30. apríl. Eftirtektarvert við þennan lista er hve fiskverkendum hefur fjölgað.


Ufsi keyptur í stykkjatali mun nema ca. 300 tonnum (600 í fyrra).




Allir þessir bátar og fleiri ótaldir lönduðu meira eða minna magni í öðrum verstöðvum, sem ekki er tekið með í þessum tölum. Sem dæmi má nefna að Halkion landaði 9.500 tunnum af loðnu hjá Fiskimjölsverksmiðjunni, en heildarloðnuafli hans er 16.000 tunnur.


Ef til vill gefur lifrarmagnið bezt yfirlit yfir aflabrögðin.
Lifrarmagn 1. jan. til 30. apríl 1966: 1.430 tonn, nýting lifur 63 %.
— vertíðina 1965: 2.200 tonn, nýting lifur 61%.
— vertíðina 1964: 2.800 tonn, nýting lifur 65%.
Stærstu róðrar á vertíðinni með bolfisk voru: 27. apríl hjá Gjafari, 160 lestir í nót. Næstur var Huginn með 115 lestir sama dag.
Vertíðina 1964 var stærsti róður hjá Ísleifi IV, 82 tonn.
Mesti róður í botnvörpu var 24. apríl hjá Baldri, 52 lestir. Heildarafli á land í Vestmannaeyjum vertíðina 1966:


Það skal tekið fram að ofangreint yfirlit um vertíðina er meira til gamans, en það sé nákvæmt upp á hverja tölu, en gefi skýrslan lesendum nokkurn veginn yfirlit um aflamagn og nýtingu aflans er tilgangmum náð.


Þegar afli þessi er orðinn útflutningsverðmæti má margfalda þessa tölu með 3, svo að heildarútflutningsverðmæti, sem þessir 5 bátar hafa komið með á land er um 193 milljónir.
Var svo einhver að tala um, að það borgaði sig ekki fyrir þjóðina að fá ný og fullkomin fiskiskip inn í Iandið?