Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Vélstjóranámskeið 1965-66

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vélstjóranámskeið 1965-66


Vélstjóranámskeið Fiskifélags Íslands var haldið í húsi Ársæls Sveinssonar við Strandveg, en verkleg kennsla fór fram í gömlu rafstöðinni, tækjakennsla fór fram í Stýrimannaskólanum.
Prófið gefur réttindi sem undirvélstjóri að 400 hestafla vél, og sem fyrsti vélstjóri á 400 ha. vél, eftir að hafa siglt sem undirvélstjóri á 400 ha. vél í 24 mánuði.
Forstöðumaður var Jón Einarsson, vélstjóri frá Reykjavík, en aðrir kennarar voru: Þórhallur Ólafsson læknir, Hilmir Gunnarsson símvirki og Brynjólfur Jónatansson rafvirkjameistari. — 17 nemendur luku prófinu.

Hæstu einkunnir hlutu:
Sævaldur Elíasson, Vestmannaeyjum, 46 1/2 stig — 7,78.
Halldór S. Þorsteinsson, Neskaupstað, 44 stig — 7,45.
Arnar Einarsson, Vestmannaeyjum, 44 1/2 stig — 7,39.
Hannes Bjarnason, Vestmannaeyjum, 44 1/2 stig — 7,39.
Baldur Bjarnason, Hornafirði, 42 1/2 stig — 7,06.
Hæst er gefið 48 stig og 8 í meðaleinkunn.