Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Úr bréfum Helga Jónssonar faktors

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Úr bréfum Helga Jónssonar faktors


hjá Bryde 1881—1889


Í bréfi 1883: „Oft hefur verið svartur sjór kringum Eyjar af þeim góðfiski, er síld nefnist, meðan Eyjaskeggjar höfðu vart til hnífs og skeiðar“.
24. júní 1883: „Nú fiskast ekkert, ekki einu sinni í soðið, en hér kringum Eyjarnar er svartur sjór af síld, hvílík gullnáma er þar ekki ónotuð. Það er ekki vafi á því, að síldin kemur á hverju sumri um þetta leyti, en þekkingarleysið og fátæktin veldur því, að ekkert er gert. Það er ekki nokkur vafi á því, að hér væri hægt að veiða síld í reknet í stórum stíl“.
6. okt. 1884: „Jósef Valdason er sérlega vel gefinn maður, hefur aflað sér þeirrar þekkingar á „navigasjón“ af eigin ramleik, að hann getur siglt hvaða skipi, sem vera skal, en er jafnframt gætinn og athugull. Já, það er óhætt að segja, að hann er hreint sjení í sínu fagi“.
(Jósef drukknaði síðar í fiskiróðri við Bjarnarey, 12. janúar 1887).
10. marz 1884: „Fyrir vestan Eyjar sáust óhemju síldartorfur.
8. marz 1887: „Nú fyrst eftir 2 mánuði, stendur loftvogin á „smukt“, hvað Guð gefi að megi haldast með góðum afla.
Það er líka hin mesta nauðsyn, ef Guði þóknast að vilja láta fólkið halda lífi. Það gengur manni í sannleika sagt að hjarta, að sjá marga þessa menn, sem koma af Iandi, sem eru svo skinhoraðir, að þeir eru varla annað en skinn og bein. Það hefur vist heldur aldrei verið önnur eins neyð í sveitunum eins og í vetur, bókstaflega ekkert að Iifa af nema örlítið af mjólk.“