Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Nýr transistorradar frá Decca

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Nýr transistorradar frá Decca


Decca Transar Radar - 48 sjómílna.png

Hinn 3. maí s.l. kom á markað í Englandi nýr “transislorradar“, svonefndur Decca Transar radar, írá Decca fyrirtækinu í London. Þessi Transar radar er fáanlegur í 17 mismunandi gerðum, 2 gerðir og þær ódýrustu draga 24 mílur, en hinar allar draga 43 mílur. Ýmis nýmæli eru í þessum nýju radartækjum, t. d. er notuð 10 kílówatta sendiorka í stað 20 kw, í 43 mílna radar, nýr og fullkomnari loftnetsútbúnaður er notaður, orkunotkun frá rafkerfi skipsins er aðeins 400—600 Wött í stað 1000 W áður, kassar tækisins eru vatnsþéttir og er það mikill kostur í fiskibátum, og margt fleira mætti upp telja.
Helztu kostir transistor fram yfir lampa í svona tækjum eru: Margfalt minni fyrirferð, lítil sem engin hitaverkun, en hiti frá 50—60 lömpum í eldri radartækjum var mikið vandamál, sem m. a. leiddi til þess að yfirleitt var ekki hægt að hafa kassa tækjanna vatnsþétta, vegna þess að loftstraumur varð að leika um lampana til kælingar. Orkunotkun transistor er aðeins lítið brot af þeirri orku, sem lampi notar, ending á transistor er talin margföld á við endingu lampa, auk þess er hægt að gera ýmislegt með transistorum, sem ekki er hægt með lömpum, og þannig mætti lengi upp telja.
Auk þess að hafa framleitt yfir 20 þúsund radartæki framleiðir Decca fyrirtækið svonefndan Decca Navigator, sem er nákvæmasta staðarákvörðunartæki, sem til er fyrir stuttar vegalengdir (hámark 350 mílur), mesta skekkja á staðarlínu er talin geta verið 36 metrar. Einnig framleiða þeir sjónvarpstæki, útvarpstæki og Decca hljómplötur.
Að endingu skal þess getið að þegar stofnaður var Stýrimannaskóli hér í Eyjum, þá sýndi Decca fyrirtækið þann rausnarskap að gefa verulegan afslátt á radartæki til skólans, auk þess sendu þeir myndarlega gjöf handbóka fyrir radarinn og að síðustu á miðju skólaári sendu þeir skólanum að gjöf vandaðan „Spegil Plotter“, sem er hið þarfasta hjálpartæki á radarinn og að mestu leyti óþekkt hér áður.