Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Íþróttir sjómannadagsins í Vestmannaeyjum 6. júní 1964

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Íþróttir sjómannadagsins í Vestmannaeyjum


6. júní 1964


Kappróður var að venju, en þó var allt of dauft yfir þessari sömu sjómannaíþrótt, og keppti aðeins ein skipshöfn. Ættu nú sjómenn að stíga á stokk og strengja þess heit að hefja nú þessa ágætu og þróttmiklu grein aftur til vegs og virðingar. Í róðri fer saman snerpa, þol og lag svo að þar reynir á sérhvern mann, og í fáum greinum kemur eins vel fram samstillt átak og samhæfing keppenda og í róðri.
Keppni fiskvinnslustöðvanna hefur oft verið bráðskemmtileg, og hefur sveit Hraðfrystistöðvarinnar oftast unnið undanfarin ár, en þar eru miklir áhugamenn um róður eins og Nikulás Nielsen, sem er Iífið og sálin í öllum æfingum og undirbúningi.
Þá hefur keppni drengjanna alltaf sett sinn skemmtilega svip á, því „hvað ungur nemur gamall temur“.

Línan beitt. - Keppni í beitningu hefur stundum verið meðal íþrótta dagsins.

Úrslit kappróðurs urðu þannig:

I. Keppni sjómannafélaganna:
1. Sveit vélstjóra 1.22
2. Sveit skipstjóra 1.28.1

II. Keppni hraðfrystihúsanna:
1. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja 1.27.3
2. Ísfélag Vestmannaeyja 1.31.7

III. Keppni skipshafna:
V.b. KAP 1.31.5

IV. Keppni drengja:
1. Miðbær 1.38.7
2. Austurbær 1.39.9
3. Vesturbær 1.53.5

Vann v.b. Kap til eignar fagran bikar, en þeir hafa unnið kappróður í 3 skipti í röð á sjómannadaginn.
Það er sömu sögu að segja með stakkasundið og róðurinn, það er alltof dauft yfir þeirri grein.
Frá fyrri sjómannadögum minnast Vestmannaeyingar margra ágætra sundmanna í hópi sjómanna, eins og Eyjólfs sál. á Garðstöðum. Þórarins á Hallormsstað, bræðranna Jóns og Ingvars á Gjábakka. Hilmis Þorvarðarsonar, Bernharðs skipstjóra á Öðlingi, Sveins Tómassonar, Hauks Jóhannssonar og fleiri.
Í ráði er að byggja glæsilega sundhöll hið fyrsta, enda knýjandi nauðsyn sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum að geta vetur sem sumar veitt ungum sem öldnum aðstöðu til að iðka þessa ágætu íþrótt.
Ungir sjómenn, ástundið þessa hollu og fyrir ykkur lífsnauðsynlegu íþrótt, og sýnið, að við séum verðir góðrar sundhallar.

Á sjómannadaginn 1964 kepptu 2 í stakkastundi:
1. Jóhann Jensen 1.12.3
2. Dieter 1.21.5

Þegar ég var að ljúka þessum línum, frétti ég, að á sjómannadeginum í ár myndi engin keppni verða í þessum íþróttum, sem að ofan eru taldar. Satt að segja trúi ég því varla fyrr en ég reyni á sjálfan sjómannadaginn, að svo sé komið málum. Mér koma í hug orð okkar ágæta kenniföður, sr. Jóhanns Hlíðar, sem hann skrifaði í Sjómannadagsblaðið í fyrra: „Ég veit ekki hverjum vestmannaeyskir sjómenn og þeir, sem í landi starfa að fiskvinnslu lúta, hvort Guði föður eða efnishyggjunni. Eitt veit ég, að allur þorri fólksins er eins og barinn áfram, líkt og þrælar áður fyrr þar sem þeir voru verst leiknir.“
Þetta eru orð í tíma töluð og sannarlegt umhugsunarefni.

G. Á. E.