Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1964/ Jón Bergur Jónsson yngri, frá Ólafshúsum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Bergur Jónsson


yngri frá Ólafshúsum


Fæddur 15. júní 1900. Dáinn 15. maí 1964


Með Jóni Bergi er kvaddur stórbrolinn maður og mikill sjómaður. Allir sem þekktu Jón voru sammála. að þar fór góður drengur.
Við strákarnir, sem ólumst upp í ofangirðingunni, áttum góð og skemmtileg bernskuár. Okkur eru minnisstæðir stormar í lífi Jóns, en jafnferskar eru minningar um góðmenni, sem ýtti á þungan brennuvagn eða vék góðu að prakkarastrákum, sem engu eirðu. Jón var sérstaklega barngóður og hjálpsamur hinum minni máttar.
Jón Bergur Jónsson var fæddur hér í Vestmannaeyjum 15. júní árið 1900. Hann var sonur hjónanna Jóns B. Jónssonar bónda og útvegsmanns, er bjó öll ár í Ólafshúsum, og fyrri konu hans, Elínar Sigurðardóttur.
Aðeins barn að aldrei missti Jón móður sína og hafði það mikil áhrif á viðkvæman dreng.
Jón ólst upp í Ólafshúsum hjá fóður sínum og síðari konu hans Jórunni Erlendsdóttur, sem varð honum og börnum föður hans frá fyrra hjónabandi sein bezta móðir. Jón hóf ungur sjómennsku og um tvítugt fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þar glæsilegu prófi. Eftir það stundaði Jón sjómennsku og siglingar héðan úr Vestmannaeyjum um skeið. Jón fór til Ameríku 28 ára gamall og var í mörg ár í röð fremstu togaramanna í Boston.
Eftir 11 ára útivist, í byrjun síðasta stríðs, kom Jón aftur upp til Íslands og flutti þá til Vestmannaeyja.
Jón kvæntist Sveinbjörgu Bjarnadóttur og bjuggu þau í nokkur ár að Víðivöllum.
Flest stríðsárin var Jón í siglingum. Þegar bæjartogarar komu hingað 1946 fór Jón á bv. [[Elliðaey VE-45|Elliðaey og var hann að mestu á togurum upp frá því, þar til fyrir nokkrum árum að hann missti heilsuna. Síðustu árin dvaldi hann á elliheimilinu Sólvang í Hafnarfirði og lézt þar 15. maí sl. Jarðneskar leifar hans voru fluttar til heimahaga og var hann jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 23. maí að viðstöddu fjölmenni.
Um Jón má segja:
„Hann batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn.“ Jón var hár maður vexti, þrekinn og karlmannlegur. Þegar hann var upp á sitt bezta bar hann af öðrum karlmönnum, og var annálaður kraftamaður og úrvals sjómaður. Hann var viðkvæmur og tilfinningaríkur maður, vel gefinn og sérstakt góðmenni.
Oft minnti Jón mig á þá afburðasjómenn stórseglskipanna, sem lesa má um, að voru 4—5 mánuði í hafi, en í allri þeirra skapgerð voru andstæður sem í úthafinu.
Með Jóni lifir minning um stórbrotinn sjómann, því að:
— siglt var hátt, og siglt var mikinn. —
Mér finnst mörg sú hending í gimsteini Magnúsar Stefánssonar (Örn Arnarson) um Stjána bláa sem um Jón væri kveðið:

Þegar vínið vermdi sál,
voru ei svörin myrk né hál,
ekkert tæpitungumál,
talað yfir fylltri skál.

Þá var stundum hlegið hátt
hnútum kastað, leikið grátt
hnefar látnir semja sátt,
sýnt, hver átt í kögglum mátt.

Kæmi Stjáni í krappan dans,
kostir birtust fullhugans.
Betri þóttu handtök hans
heldur en nokkurs annars manns.

G. Á. E.