Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1954/ Hannes Jónsson hafnsögumaður

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hannes Jónsson,


hafnsögumaður.


Hann ungur horfði á hafið,
því hugurinn bjó þar.
Sá blika bárutrafið,
er blátt og hvítt það var.
Og bylgjur sá hann brotna
og boðaföll um sund,
sá hörku hafsins drottna,
og hermenn kröftum þrotna.
Það vakti víkings lund.
Með öflugum æskuþrótti
hann út í stríðið fór.
Og glaður geyst fram sótti
sem garpur hugumstór.
Og aldinn jafnt sem ungur,
í öllu starfi trúr,
hann fór um klettaklungur,
og kleif á hæstu bungur,
hvort skin var eða skúr.
Það fylgdu fæstir honum,
hann framdi hreystimet,
var einn af Eyjasonum,
sem aldrei bugast lét.
Er fram hann hrinti fleyi,
til fanga djúpið á,
hann stýrði dag frá degi,
því dirfsku brast hann eigi
að sigla úfinn sjá.
Hann beggja skauta byrinn
og barning þekkti vel.
Hann reyndi stormastyrinn
og stóðst hin dimmu él.
En nú er hetjan hnigin,
sem harðast lék við dröfn.
Hann varði drengskapsvígin
og var til elli tiginn
við stýrið heim í höfn.
Hallfreður.