Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1954/ Falleg gjöf sem vert er að minnast og þakka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Farandgripurinn „Aflakóngur Vestmannaeyja“.


Falleg gjöf, sem vert er að minnast og þakka


Á síðastliðnu ári gáfu dætrabörn Hannesar lóðs skipstjóra- og stýrimannafélaginu „Verðandi“ mjög fagran verðlaunagrip. Gjöfinni fylgdi bók, sem ritað er í.
„Á gullbrúðkaupsdegi hjónanna Jórunnar Hannesdóttur og Magnúsar Guðmundssonar á Vesturhúsum, 23. maí 1953, ákváðu afkomendur Hannesar Jónssonar lóðs frá Miðhúsum, að gefa skipstjóra og stýrimannafélaginu „Verðanda“ verðlaunagrip í minningu um, að öld er liðin frá fæðingu Hannesar lóðs. Skulu þetta verða farandverðlaun fyrir aflakóng Vestmannaeyja á hverri vetrarvertið. Verðlaunagripurinn heitir:
„Fiskikóngur Vestmannaeyja“.

Verðlaunin afhendist á sjómannadegi hvers árs eftir skýrslum Fiskifélags Íslands, nema fyrir árið 1953, skulu þau afhendast fyrir árslok.
Í þessa bók skal fara nafn skipstjóra, fæðingardag hans og skipsnafn, og fara nöfn skipshafnar inn á aðra blaðsíðuopnuna.

Hansína Magnúsdóttir, Hannes Tómasson, Nanna Magnúsdóttir, Martin Tómasson, Magnús Magnússon, Jóhannes Tómasson.

Fyrir þessa góðu gjöf þakkar S. S. „Verðandi“ afkomendum Hannesar lóðs, og óskar þeim heilla og blessunar.