Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1953/ Til sjómanna á sjómannadaginn 1953

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Til sjómanna
á Sjómannadaginn 1953.
Okkar sjómannastétt
hefur svipmótið sett
nokkur síðari umliðin vor,
á einn sólvermdan dag,
til að hefja sinn hag,
til að hyggja um framtíðar spor,
og hún vinnur af trú,
við að bera í bú,
og er bjargvættur íslenzkri þjóð.
Þar fer einvala lið,
sem að ekkert stenzt við,
og með ólgandi, sækóngablöð.


Þó að tíðin sé grá
og þótt hrönnin sé há,
ei er hikað, en siglt út á mar.
Marga skammdegisnótt
út í sortann er sótt,
þar sem sjóirnir byltast um far.
Þar sjást hetjur á ferð,
og af hraustustu gerð,
ekkert hik eða dáðleysis vol.
Þar er kraftur í mund,
þar er karlmennskulund.
þar eru kappar með leikni og þol.
Hún er kná þessi sveit,
bæði harðskeytt og heit,
hún er hugprúð og gætin í senn.
Hvar hún siglir um dröfn
eða heldur í höfn,
úti' í heimi, þá fara þar menn,
sem að verður um sagt
að þeir vógu ei lakt,
að þar voru ei á ferðinni þý,
heldur djarfhuga lið,
sem að drífur á mið.
Þar eru drengir, sem töggur er í.


Nú skal þakka þeim hlýtt,
sem að út hafa ýtt
á hinn ólgandi en gjöfula sæ,
til að fyrra oss nauð,
til að færa oss brauð,
til að fegra og stækka vorn bæ.
Og þeirra skal minnst,
sem úr höfninni hinnst,
sigldu helþrunginn stórviðrisdag.
Fyrir börn síu og víf,
hvar þeir létu sitt líf,
fyrir lands síns og alþjóðar hag.


Sveinbjörn Á. Benónýsson