Sigurlaug Sigurjónsdóttir (Rafnsholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskimatsmaður í Rafnsholti við Kirkjuveg 64, fæddist 24. júlí 1915 á Seyðisfirði og lést 25. janúar 1990.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Sigurðsson sjómaður, síðar í Skipholti, f. 9. október 1884 á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, d. 4. september 1942, og kona hans Guðrún Guðmunda Alexandra Alexandersdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1890 á Krossi í Mjóafirði, d. 25. desember 1950.

Barn Sigurjóns og Þorgerðar Sigurðardóttur:
1. Sigurður Elís Sigurjónsson, f. 3. september 1924, síðast á Þórshöfn, d. 20. apríl 2004.

Sigurlaug var með móður sinni í Bjargholti á Seyðisfirði 1920, en faðir hennar var þá hjú á Akri. Hún fluttist til Eyja um 1933.
Þau Jón giftu sig 1934, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Sólvangi, bjuggu á Þingvöllum 1935 og 1936, voru komin í Rafnsholt við Kirkjuveg 1939 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Jón lést 1961. Sigurlaug sótti námskeið í fiskimati og starfaði við fiskvinnslu, bjó í Rafnsholti 1972, síðar á Ránargötu í Reykjavík og að síðustu í Hátúni 8 þar. Hún lést 1990.

I. Maður Sigurlaugar, (10. nóvember 1934), var Jón Magnússon frá Sólvangi, verkamaður, vinnuvélastjóri, verslunarmaður, skrifstofumaður, f. 13. ágúst 1904, d. 17. apríl 1961. Börn þeirra:
1. Hildur Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 10. nóvember 1935 á Þingvöllum. Maður hennar var Daníel Willard Fiske Traustason, látinn.
2. Kristín Björg Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 22. nóvember 1936 a Þingvöllum. Fyrrum maður Bjarni E. Sigurðsson.
3. Unnur Alexandra Jónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 5. apríl 1939 í Rafnsholti. Maður hennar er Vésteinn Ólason.
4. Magnús Jónsson matvælatæknir, trillukarl, verkstjóri, f. 25. apríl 1940 í Rafnsholti. Kona hans Elín Halldórsdóttir.
5. Sigurjón Jónsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 22. janúar 1942 í Rafnsholti. Kona hans Ingunn Stefánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. febrúar 1990. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.