Sigurbjörg Ólafsdóttir (Odda)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörg Ólafsdóttir.

Sigurbjörg Ólafsdóttir frá Odda, húsfreyja, skólaliði fæddist þar 29. maí 1943 og lést 9. júní 2017.
Foreldrar hennar voru Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012.

Börn Þorsteinu Sigurbjargar og Ólafs:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda, d. 8. mars 2020.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, sundlaugarvörður í Eyjafirði, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Birgir giftu sig 1961, bjuggu í fyrstu á Hólagötu 9 í Eyjum, en lengst í Hveragerði, að síðast að Bogatúni 30 á Hellu, Rang. Hún lést 2017 og Birgir 2018.

I. Maður Sigurbjargar, (1. janúar 1961), var Birgir Pálsson frá Stóru-Völlum í Bárðardal, S-Þing., vélstjóri, f. 1. desember 1939, d. 19. október 2018. Foreldrar hans voru Páll Sveinsson frá Stóru-Tungu í Bárðardal, bóndi í Sandvík í Bárðardal, í Saltvík í Reykjahverfi, síðast verkamaður í Hveragerði, f. 24. desember 1911, d. 15. júní 1994, og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Stóru-Völlum, húsfreyja, starfsmaður hjá Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og hjá Garðyrkjuskóla Ríkisins þar, f. 1. janúar 1920, d. 2. nóvember 2005.
Börn þeirra:
1. Sævar Birgisson, f. 31. júlí 1965. Fyrrum kona hans Aldís Pála Arthursdóttir. Sambýliskona hans Gerður Sævarsdóttir.
2. Brynja Birgisdóttir, f. 7. mars 1968. Fyrrum sambýlismaður Sumarliði Þorvaldsson. Síðari sambýlismaður Óttar Bragi Þráinsson. Maður hennar Bjarni Kristinsson.
3. Árni Birgisson, f. 6. mars 1972. Kona hans Ásta Hólm Birgisdóttir.
Kjörbarn hjónanna, barn Guðbjargar Sigurveigar dóttur Birgis:
4. Sigurbjörg Birgisdóttir, f. 13. september 1981. Sambýlismaður Jóhannes Jósepsson.
Barn Birgis frá fyrra sambandi:
5. Guðbjörg Sigurveig Birgisdóttir, f. 22. júlí 1958. Fyrrum sambýlismaður Knútur Finnbogason. Sambýlismaður hennar Guðmundur G. Norðdahl.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.