Sigurður Þorkelsson (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Þorkelsson frá Presthúsum, vélvirkjameistari fæddist þar 19. september 1943.
Foreldrar hans voru Þorkell Guðlaugur Sigurðsson frá Njarðvík á Borgarfirði eystra, vélstjóri, járnsmiður, f. 16. janúar 1913, d. 25. desember 1998, og Rakel Káradóttir frá Presthúsum, húsfreyja í Reykjavík, f. 4. september 1917, d. 10. ágúst 1980.
Fósturforeldrar hans voru Helga Káradóttir móðursystir Sigurðar á Borg við Eyrarbakka og maður hennar Þórður Ársælsson.

Börn Rakelar og Þorkels eru:
1. Karl Þór Þorkelsson útvarpsvirki í Reykjavík, f. 15. október 1939 í Presthúsum, d. 8. júní 2010. Kona hans, skildu, er Sigrún Reykjalín Eymundsdóttir.
2. Sigurður Þorkelsson vélvirkjameistari, f. 19. september 1943 í Presthúsum. Kona hans er Matthildur Messíana Gísladóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum í Presthúsum og fluttist með þeim til Reykjavíkur á síðari hluta fimmta áratugarins.
Vegna veikinda móður sinnar og fjarvista föður síns við sjómennsku fór hann í fóstur til Helgu móðursystur sinnar og Þórðar manns hennar að Borg í Hraunshverfi við Eyrarbakka og var þar í nokkur ár.
Sigurður nam vélvirkjun í Vélsmiðjunni Hamri 1963-1968 og fékk sveinsréttindi. Meistararéttindi fékk hann 1977.
Hann starfaði á sjó, var kyndari og aðstoðarvélstjóri. Síðan vann hann lengi hjá Marel h.f. og til starfsloka.
Þau Matthildur Messíana giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn. Þau búa nú í Hásölum 16 í Kópavogi.

I. Kona Sigurðar, (14. október 1967), er Matthildur Messíana Gísladóttir húsfreyja, f. 9. desember 1945 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Gísli Hoffmann Guðmundsson sjómaður á Ísafirði, f. 17. september 1907, d. 18. október 1964, og kona hans Þorbjörg Anna Líkafrónsdóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1908, d. 27. september 1995.
Börn þeirra:
1. Þorkell Sigurðsson málari, f. 14. nóvember 1966, d. 29. mars 1993.
2. Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, rekur ferðaskrifstofu, f. 8. september 1969. Maður hennar er Sigurður Hlöðversson.
3. Víðir Sigurðsson stjórnmálafræðingur, rekur fyrirtækið Gólfhitalausnir, f. 21. nóvember 1972. Hann er ókvæntur.
4. Rakel Sigurðardóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 12. janúar 1977. Maður hennar er Rögnvaldur Rögnvaldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.