Sigurður Óli Sigurðsson (Valhöll)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Óli Sigurðsson frá Valhöll, útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands í Reykjavík fæddist 8. september 1941 í Valhöll.
Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson sjómaður, síðar slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli, f. 12. ágúst 1918 að Núpi u. Eyjafjöllum, d. 15. nóvember 1992, og kona hans Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja, kaupkona, f. 21. ágúst 1915 á Mosfelli, d. 28. mars 1989.

Börn Jóhönnu og Sigurðar voru:
1. Sigurður Óli Sigurðsson bankastjóri, f. 8. september 1941.
2. Sigurjón Sigurðsson tannlæknir, f. 20. maí 1949. Kona hans er Guðrún Gunnarsdóttir.
Barn Jóhönnu með Jóni Agnari Eyjólfssyni bifreiðastjóra er
3. Ingvi Rafn Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 31 júlí 1937 á Hásteinsvegi 42.

Sigurður Óli var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1946. Hann hefur starfað hjá Landsbanka Íslands, var útibússtjóri í Múlaútibúi hans.
Þau Guðrún giftu sig 1965, eignuðust tvö börn.

I. Kona Sigurðar Óla, (6. nóvember 1965), er Guðrún Árný Þórbjörnsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 14. mars 1946. Foreldrar hennar voru Þórbjörn Austfjörð Jónsson smiður á Skagaströnd og í Reykjavík, f. 19. nóvember 1917, d. 22. janúar 1996, og kona hans Guðrún Anna Guðmunda Árnadóttir húsfreyja, kennari, f. 18. júlí 1921, d. 26. júní 2017.
Börn þeirra:
1. Þórbjörn Sigurðsson rannsóknalögreglumaður, f. 25. júlí 1965. Kona hans er Sóldís Harðardóttir.
2. Sigurður Óli Sigurðsson sjóntækjafræðingur, kaupmaður, f. 2. september 1967. Kona hans er Erla Magnúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Þórbjarnardóttir.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.