Sigurður Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Scheving

Sigurður Scheving fæddist 9. apríl 1910 í Vestmannaeyjum og lést 10. nóvember 1977 í Reykjavík. Hann var sonur Kristólínu Bergsteinsdóttur og Sveins P. Scheving. Sigurður kvæntist Margréti Skaftadóttur og eignuðust þau 5 börn. Sigurður fluttist frá Vestmannaeyjum árið 1946.

Á meðan Sigurður var í Vestmannaeyjum vann hann á bæjarskrifstofunum og þótti fær bókhaldari og vandvirkur. Hann var ritstjóri vikublaðsins Víðis um árabil og þótti hann harðskeyttur penni. Hann tók einnig þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja og var formaður þess um tíma.

Myndir